Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
í Caen, þegar hafin var stór-
skotahríðin á þá borg, þar eð
hann vissi að þar myndi sín
verða mikil þörf.
Þá komu til okkar vinir
okkar lögregluþjónarnir, og
leiddu fyrir okkur, með miklum
„serimonium,“ foringja „mót-
þróa“-hreyfingarinnar þar í
sveit og fimm félaga hans.
Foringinn var stórbeinóttur
unglingssláni, um tvítugt, vopn-
aður þýzkum byssusting og
skammbyssu, og með „þrílit-
inn“ vafinn um handlegg sér.
Hann sagði mér, að hann hefði
kyrkt þýzkan hermann, til þess
að ná af honum byssustingn-
um. Hann þreif til skamm-
byssunnar, veifaði henni yfir
höfði sér all vígalega, og kvaðst
nú ætla að ná í hnakkadramb-
ið á nokkrum svikurum og
draga þá til torgsins.
Aðstoðar-foringi hans var
enn yngri, og var hann ölv-
aður af ákafa. Hann dró and-
ann þungt og ranghvoldi í sér
augunum, á bak við þykk gler-
augu. Báðir virtust þeir vera
harla ófyrirleitnir náungar.
Þeir hlupu frá okkur veifandi
vopnum sínum.
Aftur komu þeir eftir tæpar
tíu mínútur og hrundu á undan
sér þrem, dauð-skelkuðum kon-
um. Ein þeirra var um hálf-
sjötugt, gráhærð og klædd
harla sniðlausum búningi, að
sið aldraðra sveitakvenna.
Önnur var 37 ára, snoturlega
búin. Og hin þriðja var 16 ára
og harla ásjáleg. Þetta voru:
amma, móðir og dóttir. Gamla
konan féll til jarðar, rétt hjá
okkur, en var rekin á fætur með
harðri hendi. Hún tók að stinga,
við fót, og brá þá vélstjóri
minn við og ætlaði að koma
henni til hjálpar.
Skipanir mínar höfðu verið
mjög skýrar: Blandið ykkur
ekkert í mál íbúanna. Ég hélt
aftur af vélstjóra mínum og
sagði honum, að við gætum
ekki um það dæmt, hvað hér
lægi á bak við, og að við mætt-
um ekki skerast í leikinn.
Hann vildi ekki láta sér segj-
ast. „Jæja“, muldraði hann, en
mér er sem ég sæi þetta gert
heima í Liverpool.“
Konurnar þrjár voru nú í
miðri fólksþyrpingunni, og
unglingurinn með gleraugun
hljóp upp á stól og hélt ræðu.
Allir vissu það, sagði hann, að
þessar þrjár konur hefðu verið
í ástarbralli við Þjóðverjana.
Þær væru hinir verstu svikar-