Úrval - 01.12.1944, Page 34

Úrval - 01.12.1944, Page 34
32 ÚRVAL í Caen, þegar hafin var stór- skotahríðin á þá borg, þar eð hann vissi að þar myndi sín verða mikil þörf. Þá komu til okkar vinir okkar lögregluþjónarnir, og leiddu fyrir okkur, með miklum „serimonium,“ foringja „mót- þróa“-hreyfingarinnar þar í sveit og fimm félaga hans. Foringinn var stórbeinóttur unglingssláni, um tvítugt, vopn- aður þýzkum byssusting og skammbyssu, og með „þrílit- inn“ vafinn um handlegg sér. Hann sagði mér, að hann hefði kyrkt þýzkan hermann, til þess að ná af honum byssustingn- um. Hann þreif til skamm- byssunnar, veifaði henni yfir höfði sér all vígalega, og kvaðst nú ætla að ná í hnakkadramb- ið á nokkrum svikurum og draga þá til torgsins. Aðstoðar-foringi hans var enn yngri, og var hann ölv- aður af ákafa. Hann dró and- ann þungt og ranghvoldi í sér augunum, á bak við þykk gler- augu. Báðir virtust þeir vera harla ófyrirleitnir náungar. Þeir hlupu frá okkur veifandi vopnum sínum. Aftur komu þeir eftir tæpar tíu mínútur og hrundu á undan sér þrem, dauð-skelkuðum kon- um. Ein þeirra var um hálf- sjötugt, gráhærð og klædd harla sniðlausum búningi, að sið aldraðra sveitakvenna. Önnur var 37 ára, snoturlega búin. Og hin þriðja var 16 ára og harla ásjáleg. Þetta voru: amma, móðir og dóttir. Gamla konan féll til jarðar, rétt hjá okkur, en var rekin á fætur með harðri hendi. Hún tók að stinga, við fót, og brá þá vélstjóri minn við og ætlaði að koma henni til hjálpar. Skipanir mínar höfðu verið mjög skýrar: Blandið ykkur ekkert í mál íbúanna. Ég hélt aftur af vélstjóra mínum og sagði honum, að við gætum ekki um það dæmt, hvað hér lægi á bak við, og að við mætt- um ekki skerast í leikinn. Hann vildi ekki láta sér segj- ast. „Jæja“, muldraði hann, en mér er sem ég sæi þetta gert heima í Liverpool.“ Konurnar þrjár voru nú í miðri fólksþyrpingunni, og unglingurinn með gleraugun hljóp upp á stól og hélt ræðu. Allir vissu það, sagði hann, að þessar þrjár konur hefðu verið í ástarbralli við Þjóðverjana. Þær væru hinir verstu svikar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.