Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 91
BYGGINGAMÁL FRÁ FÉLAGSLEGU SJÓNARMIÐI
89
knýja þá til sjóðsmyndunar,
t. d. með skylduspamaði eða
á annan hátt.
Ég skal nú ljúka máli mínu.
Byggingamál frá féíagslegu
sjónarmiði eru þess eðlis, að
ekki er viðlit að koma nálægt
efninu, nema komið sé inn á
svið, og atriði rædd, sem valda
stórfelldum, pólitískum ágrein-
ingi. Allir eru vafalaust á einu
máli um það, að nauðsynlegt
sé að byggja. Markmiðið er
ekki ágreiningsatriði, en leið-
irnar eru það. Ég lít svo á, að
hugsjónin eigi að vera sú, að
hver fjölskylda eigi að eignast
sjálf íbúðarhúsnæði, er svari a.
m. k. lágmarksþörfum hennar
um stærð og skilyrðum um
hollustu. Sú skoðun mín er
sprottin af því, að húsnæði er
ein af frumþörfum manna,
eins og föt og fæði. Ég hefi ver-
ið opinskár um einkaskoðanir
mínar, ekki til að vekja deilur
heldur til þess, að þau atriði
yrðu hugsuð og rædd, sem ég
hefi drepið á, og ég er þess full-
viss, að ráðstefnan muni láta
þessi mál til sín taka og leitast
við að benda á hina beztu lausn
á þessari hlið byggingamái-
anna.
Kvennarök.
Konan mín og ég höfum lifað í hamingjusömu hjónabandi í
mörg' ár — aldrei rifist og aldrei látið okkur leiðast eins og oít
hendir hjón. En einn morgun um daginn, þegar við sátum að
að morgunverði, var hún reið og gremjuleg á svipinn.
„Hvað er að?“ spurði ég.
i fyrstu neitaði hún að segja mér það, en svo sneri hún sér
að mér með tárin í augunum og sagði snöktandi: „Ef mig
dreymir nokkumtíma aftur, að þú sért að kyssa annan kven-
mann, þá skal ég aldrei framar tala við þig!“
C. C. B. í „Denver Post."