Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 103
UNDRAMÁTTUR BLÖÐSINS
101
dómi, sem áður var ólæknandi.
Hver ný uppgötvun opinberar
hinn undraverða lækningamátt
blóðefnanna.
Um aldir hefir lækna dreymt
um að geta flutt blóð úr sterk-
um, hraustum líkömum í æðar
sjúkra og deyjandi manna. En
tilraunir þeirra urðu lengi að-
eins að sorglegum mistökum.
Það var ekki fyrri en 1901, að
austurrískur læknir, KarlLand-
steiner, sýndi fram á eina meg-
inorsök þess, að allar tilraunir
fyrri tíma hefðu misheppnazt.
Mannsblóðinu er skipt í fjóra
aðgreinda flokka. Blóð úr ein-
um flokki, sem dælt er inn í æð-
ar mannsins af öðrum flokki
getur verið banvænt.
Jafnvel eftir að læknum
lærðist að greina í sundur blóð-
flokkana voru blóðflutningar
milli heilbrigðs manns og sjúkl-
ings erfiðar, kvalafullar og
hættulegar. Og eftir að bióðið
kemur undir andrúmsloft
storknar það á 2—10 mínútum.
Árið 1914 hóf dr. Luis Agote
frá Argentínu leit sína að mót-
efni gegn blóðstorkunni. Eftir
sex mánaðar leit var hann engu
nær. Þá var það einn dag, að
leið hans lá fram hjá veitinga-
húsi. Sýningargluggi þar var
fullur af eggjum. Honum datt
skyndilega í hug: „Albumin
hleypur saman og storknar.
Natriumcitrat (salt af sítrón-
sýru) kemur í veg fyrir það.
Og albumin er eitt aðalefnið
í blóðvökvanum. Natrium-
citrat.“ Agote flýtti sér til
sjúkrahússins. Við dyrnar
stöðvaði hann hjúkrunarmað-
ur og sagði honum frá því, að
einn sjúklinganna biði eftir
mjög nauðsynlegri blóðtöku.
„Ég skal framkvæma hana
sjálfur," sagði Agote. Hann
hellti örlitlu af nartiumcitrat-
upplausn í glas og leiddi svo
blóð sjúklingsins í það. Tíu
dögum síðar var blóðið ennþá
fljótandi. Næstu sex vikum
eyddi hann í tilraunir og
ákvarðaði minnsta skammt af
natriumcitrati, sem þurfti til
þess að koma í veg fyrir
storknun blóðsins.
14. nóvember 1914 gat dr.
Agote skýrt alþjóð frá þeirri
uppgötvun, að tveir þúsund-
ustu hlutar af natriumcitrati
í mannsblóði kæmu í veg fyrir
storknun þess. Loksins voru
óbeinir blóðflutningar frá blóð-
gjafa til sjúklings orðnir auð-
veldir og hættulitlir. En það
var ekki hægt að geyma blóðið