Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 127
DARWIN
125
ur hinura óbreyttu starfsmönn-
um rannsóknarstofunnar, sera
söfnuðu staðreyndum, „vika-
piltura vísindanna,“ eins og
hann kallaði þá, fyrir þá ómet-
anlegu hjálp, sem þeir veittu
honum. Hann leit ekki niður á
nokkra veru, hve lágt sem hún
var sett. Þjónustufólk hans,
eins og aðrir meðlimir fjöl-
skyldunnar, var í augum hans
gætt sama virðuleika — virðu-
leika hinnar sameiginlegu hlut-
töku í samfélagi mannkynsins.
Hann var gæddur einkenni göf-
ugrar sálar — hæverskum heið-
arleika. Dag nokkurn kom
Gladstone í heimsókn til hans.
Þegar forsætisráðherrann var
farinn, sagði Darwin: „Glad-
stone virtist ekki vera sér þess
meðvitandi, að hann væri mikil-
menni, því að hann talaði við
mig eins og hann væri venju-
legur maður eins og ég.“ Þegar
Gladstone heyrði þetta, á hann
að hafa sagt: „Tilfinningar
Darwins gagnvart mér eru ná-
kvæmlega þær sömu og tilfinn-
ingar mínar gagnvart honum.“
Darwin var líkur Buddha að
því leyti, að hann fann til
skyldleikatilfinningar gagnvart
öllu mannkyni — og raunar
allri náttúrunni. Hann ræddi
um trén og grasið eins og það
væri lifandi verur. Hann gat
skammað laufblað fyrir „klók-
indi“ þess að seilast upp úr
vatnsíláti, sem hann ætlaði að
dýfa því í. Þegar hann varð
reiður út af gróðursprotum,
sem hann var að gera tilraunir
með, sagði hann: „Þessir litlu
vesalingar gera einmitt það,
sem ég vil ekki að þeir geri.“
Hann leit á hverja plöntu sem
iifandi persónuleika. Hann
naut fegurðar blómanna og var
þeim þakklátur fyrir „yndis-
þokka“ fegurðar þeirra. Hann
snerti krónublöð þeirra varlega,
með óendanlegri ást vitringsins
og einfaldri aðdáun barnsins.
Skapgerð hans var kristileg,
og þó neitaði hann því, að hann
væri kristinn. „Fyrir mitt
leyti,“ sagði hann, „trúi ég því
ekki, að nein opinberun hafi átt
sér stað.“ Hann var samt ekki
guðleysingi, en leit fremur á
sig sem hlutlausan í þeim efn-
um. Hann var ekki viss um
guðstrú sína, sagði hann. En
hann var alveg hárviss í trú
sinni á manninn. „Það er trú
mín, að í framtíðinni muni mað-
urinn verða miklu fullkomnari
vera en hann er nú. Að því er
snertir spurninguna um ódauð-