Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 92
A Kyrrahafseyjunum er kúkóspálminn
Lífsins tré.
Grein úr „The Trident",
eftir Bryant Vaisey.
f styrjöldinni í Vestur-Kyrra-
-L hafi verða oft gífurlega
miklar skemmdir, sem ekki er
getið um í hinum opinberu
skýrslum, en ljósmyndir og
fréttakvikmyndir segja hins
vegar frá, — stórvöxnum, sund-
urtættum trjábolum í hrönnum,
þar sem áður voru kokospálma-
lundar. Ef ekki væri þessi stór-
vaxni og fagri gróður, þá myndi
ótölulegur f jöldi eyjanna vestur
þar, — þar sem verið hafa blóm-
legar byggðir í margar aldir, —
aldrei hafa verið byggðar. Þar
sem fáein slík pálmatré vaxa á
ofurlitlu sandeyjarkríli, og eng-
inn gróður er annar, geta þau
veitt heilum þjóðflokki allt, sem
fólkið þarf sér til lífsframfæris,
— og jafnvel munað líka.
Notin, sem hægt er að hafa
af þessu fagra tré eru furðulega
margvísleg. ,,Mjólkin“ í hnetun-
um getur alveg komið í stað
drykkjarvatns. Sé hún blönduð
með nokkru af ,,innmat“ hnet-
unnar, verður úr þeirri blöndu
hinn ljúffengasti rjómi. Annars
er þessi „innmatur“ tilreiddur á
ýmsa vegu og af honum tilbún-
ir ýmiskonar réttir, viðbit, syk-
ur og áfengur drykkur. Af
frjóvöngum, sem skornir eru af
stofni trésins fæst hið ágætasta
grænmeti. IJr rótinni eru soðin
lyf. Og úr hnetunni sjálfri er
pressuð olía til ljósmetis, — en
hana notar fólkið einnig til að
bera í hár sér og líkama. Tóm
hnetan er notuð sem drykkjar-
ílát og í diska stað. Og loks er
hún hið prýðilegasta eldsneyti.
Blöðin, sem eru ærið stór, eða
um tuttugu feta löng, eru ekki
aðeins notuð til að þekja með
kofa íbúanna, utan og innan,
heldur eru þau og einnig notuð
til klæða, og ennfremur gerðar
úr þeim mottur, körfur, hattar,
veggir, blævængir o. s. frv. En
úr trjábolunum eru höggnir
viðirnir í kofana. Úr hinum
minni blöðum er gerður sterkur
þráður, sem fólkið saumar með
föt sín og annað. En „dúkurinn"