Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 41
Bnn á ný hefir veriö framið
Dómsmorð í Suðurríkjunum.
Grein úr „American Mercury",
eftir William Bradford Huie.
J) ú munt aldrei hafa heyrt
Roosevelt Wilson nefndan.
Ég sá hann aðeins tvisvar. En
Roosevelt Wilson lætur mig
ekki í friði. í hvert skipti, sem
mig hefir langað til að njóta
þess unaðar, sem fylgir sann-
færingunni um það að vera ein-
lægur málsvari hinnar ame-
rísku frelsishugsjónar, hefir
Roosevelt Wilson gægzt yfir
öxlina á mér, hlegið háðslega
og minnt mig á, að einu sinni,
þegar ég hafði tækifæri til að
taka upp baráttuna fyrir hinni
miklu hugsjón, sneri ég mér
undan ásamt öðrum Pontíusum
Pílatusum og umlaði vesaldar-
lega: „Hvern skollann get ég
gert?“
Til þess að skilja Roosevelt
Wilson verður þú að ímynda
þér persónugerfing umkomu-
leysisins og einstæðingsskapar-
ins. Núllið í talnakerfi þjóð-
félagsins. Hann vissi aldrei,
hver móðir hans var. Hann
birtist aðeins sem svartur angi
á hvítri baðmullarpjötlu. Hann
dró lífsanda. Hann óx. Hann
aflaði sér brauðs með vinnu á
baðmullarökrunum. Hann stal.
Og einhver gaf honum ein-
hversstaðar nafnið Roosevelt
Wilson. Imyndaðu þér vesal-
ing með svartan flókalubba,
umkomulausari en flækings-
hund, og sem dáið gæti drottni
sínum, án þess nokkurt hjarta
í Ameríku fyndi til hans vegna.
uppi, yfir háhæðinni, vítt uppi
yfir vaggandi öldum vogsins,
blaktir krossfáninn. Látum
byssuskotin gjalla, látum þá
beita svipum og pindingum, lát-
um helmyrkur föstudagsins
langa leggjast yfir landið —
okkar stund kemur á Páska-
dagsmorgun, þegar „hin gullna
sól brýst gegnum hið biksvarta
ský“. Verið sælir, drengir —
vonandi hittumst við aftur. Far-
ið guði á vald.
Christian.