Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 107
UNDRAMÁTTUR BLÓÐSINS
105.
lingum, sem þjáðust af blóð-
leysi, og sannfærðist um það,
að þeim batnaði jafn vel af
rauðu blóðkornunum einum,
eins og af óklofnu blóði.
Nú er svo komið, að farið er
að nota rauðu blóðkornin í
baráttunni gegn fjölda sjúk-
dóma, allt frá liðagigt til
lungnaberkla.
En sögu rauðu blóðkornanna
lýkur ekki hér. Á síðastliðnu
ári var það uppgötvað, að
þessar frumur voru ómetanlegt
lyf við lækningar á sárabólgum,
brunasárum og öðrum mein-
semdum, sem ígerðir settust í.
Rauðum blóðkornum var klesst
í opin sár og ígerðir virtust
gufa upp, sársaukinn hvarf og
batinn tók miklu skemmri tíma.
En það er ekki nema tak-
markaðan tíma, sem rauðu
blóðkornin geta lifað í saltupp-
lausn Cookseys. Því hafa
læknar við Mayo-stofnunina
framleitt rautt blóðkornaduft,
sem heldur eiginleikum rauðu
blóðkornanna um langan tíma.
Þetta duft var notað daglega á
fimm þumlunga breitt æða-
hnútasár, sem reynzt hafði ó-
læknandi í átta ár. Það grerí
alveg á átta vikum. Einnig hef-
ir náðst góður árangur með að
bera þetta duft á limabúta,
brjóstsár og aðrar meinsemdir,
sem annars er erfitt að græða.
Með áframhaldandi blóð-
gjöfum og ennþá víðtækari
rannsóknum og vinnslu getur
blóð orðið að allsherjarlæknis-
lyfi við mörgum þeim blóð-
sjúkdómum og næmum sjúk-
dómum, sem nú eru erfiðir við-
ureignar.
• •
pjNG blómarós var að ganga undir próf áður en hún fengi
atvinnu, sem hún hafði sótt um. Meðal annars var lagt fyrir
hana svofellt dæmi: Ef maður kaupir vörur fyrir kr 12,25 og
selur þær aftur fyrir kr. 9,75, hvort græðir hann þá eða tapar
á viðskiptunum ?
Blómarósin hugsaði sig um vel og lengi. Loks svaraði hún
og brosti sinu ómótstæðilega og samfærandi brosi: „Hann græð-
ir á aurunum, en tapar á krónunum."
— The Vagabond.