Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 119
ÐARWIN
117
bridge — hann segir, að þess-
«ia árum hafi verið eytt til ein-
skis í „bænahald, drykkju,
söng, daður og spilamennsku."
Þó kynntist hann þarna hin-
um fræga vísindamanni, Hen-
slow prófessor, en það var fyr-
ir meðmæli hans, að honum var
leyft að sigla sem náttúrufræð-
ingur með Beagle. Sem betur
fór var doktor Darwin nógu
auðugur til þess að geta styrkt
son sinn í „hinum óhagnýtu
duttlungum“ hans. Hann var
að minnsta kosti laus við fjár-
hagslegar áhyggjur í leit sinni
að sannleikanum.
m.
í fimm ár (1831—36) sigldi
Beagle um höfin og Darwin
gat með eigin augum skoðað
„veröldina og leyndardóma
lífsins.“ Með nákvæmni vís-
indamannsins og ímyndunar-
afli skáldsins — því að sérhver
sannur vísindamaður er skáid
•— safnaði hann, athugaði og
raðaði niður dreifðum þekk-
ingarmolum um tilveruna og
reyndi að skapa úr þeim skilj-
anlega heildarmynd.
Fram að þessu hafði hann
ekki gert sér grein fyrir því,
hvert hann stefndi með athug-
unum sínum. Eins og sérhver
sannur athugandi, byrjaði
hann ekki á fræðikenningu
heldur staðreyndum. Hann
vann að erfiðum rannsóknum í
tuttugu ár, áður en hann gat
ályktað, að hið mikla safn stað-
reynda, benti aðeins í eina átt
— til framþróunarkenningar-
innar.
í augum Darwins var heim-
urinn stórt spurningarmei'ki —•
reiknisdæmi með óþekktum
stærðum, sem krafðist fremur
lausnar en aðdáunar sem lista-
verk. Hann játaði, að hann
hefði snemma mist áhuga á
bókmenntum, listum og músik.
En hann fann jafngildi þeirra
í vísindaiðkunum sínum.
Og hann átti einn dýrgrip,
sem var jafnvel meira virði
en vísindaástríða hans — og
það var ást hans til meðbræðra
sinna. Eitt sinn, þegar Beagle
hafði varpað akkerum úti fyrir
strönd Brasilíu, sá hann gamla
negrakonu, í hópi strokuþræla,
stökkva fram af bjargbrún, til
þess að sleppa undan þeim,
sem eltu hana. „Hefði hún ver-
ið rómversk kona,“ sagði hann,
„myndi þetta hafa verið kölluð
göfug frelsisást. Þegar um
veslings negrakonu er að ræða,