Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 31
RAFEINDIN 1 ÞJÖNUSTU MANNANNA
29
ritun. Auk þess er á þann hátt
hægt að firðsenda teikningar,
útreikninga og aliskonar töflu-
form, sem ekki er hægt með
venjulegri firðritun.
„Radar“, sem í síðustu heim-
styrjöld hafði einkum verið
notað til að miða skeytum á
óvinaskip og flugvélar, er nú,
árið 1955, orðið ómetaniegt
öryggistæki fyrir hverskonar
samgöngur, einkum flugsam-
göngur. Með hjálp þessa tækis
eru flugferðir í þoku og myrkri
orðnar jafn öruggar og um há-
bjartan dag.
Sum af þessum tækjum, sem
hér hefir verið lýst kunna að
virðast furðuleg í okkar augum
nú, árið 1944, en sú þróun,
sem þegar hefir orðið í raf-
eindafræðinni, bendir ótvírætt
til, að þau muni vera orðin að
veruleika fyrir árið 1955.
Á hernámstímum.
Ameríski blaðamaðurinn Knickenbocker segir eftirfarandi
sögu frá Hollandi: Kaupmaður í Amsterdam fór til bónda í ná-
grenni borgarinnar til þess að fá hjá honum eitt pund af smjöri.
Bóndinn vildi ekki láta smjörið, nema hann fengi eina ullar-
sokka í staðinn. Þegar kaupmaðurinn sagði konunni sinni frá
þessu, sagði hun. „Við eigum rúmábreiðu úr ull, ég skal rekja
hana upp og prjóna úr henni sokka.“ Þegar hún var búin að
prjóna sokkana, fór kaupmaðurinn með þá og fékk eitt pund af
smjöri í staðinn. Þegar smjörprmdið var búið, rakti konan
meira upp af rúmteppinu og prjónaði aðra sokka og maður
hennar fékk annað smjörpund fyrir þá. Og þannig fóru þau að
í hvert skipti, sem þau vantaði smjör. Loks var ekki eftir af
rúmteppinu nema í einn sokk. Kaupmaðurinn fór með hann
til bóndans og bað hann að láta sig hafa hálft pund af smjöri
fyrir hann. ,,Ég skal láta þig hafa heilt pund,“ sagði bóndinn.
„Ég skal segja þér, ég nota ekki þessa sokka. Konan mín rekur
þá upp og notar gamið x rúmteppi, sem hún er að prjóna, og
hana vantar svo lítið, að ég hugsa, að þessi eini sokkur muni
duga.“
•—■ L. Lyons í „The New York Post,“.