Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
efnið til þess að skrifa á; þeir
virðast vera fyrsta þjóðin, sem
hafði bein áhrif á Evrópu, er
fann upp letur, er táknaði töl-
uð hljóð. Lykillinn að þessu
letri var týndur í margar aldir
og það eru ekki nema rúm
hundrað ár síðan vísinda-
mönnum tókst að lesa úr
egypska myndletrinu eða híeró-
glýfunum. Sagan af því,
hvernig leyst var gátan um hið
forna Egyptaland, er einn
rómantískasti kaflinn í annál-
um fornfræðibókmenntanna. —
Franskur verkfræðingur, Bous-
sard að nafni, sem var með her
Napóleons í Egyptalandi, fann
1799 hinn fræga Rosetti-stein,
en á honum var löng tilskipun
egypskra presta til heiðurs
einum konunganna. Þar var
sama efni ritað með þrenns
konar hætti, með híeróglýfum,
á venjulegri egypsku og grísku.
Vegna þess að grískan var
þekkt mál, tókst eftir mikla
erfiðleika að finna hliðstæða
egypska stafi. Það var fransk-
ur vísindamaður, J. F. Cham-
pollion, sem réði fram úr þessu.
Nú á dögum geta fornfræðing-
ar, sem fást við egypsk fræði,
lesið myndletur á múmíukistu
eða obeliska og þeir hafa látið
hinn þögula sfinx rjúfa nokkuð
af sinni órannsakanleg þögn.
Jafnvel þótt vísindamönnum
hefði ekki tekizt að kynnast
Egyptum á þeirra eigin tungu-
máli, hefði vísdómur Egypta-
lands samt ekki glatazt með
öllu. Því að aðrar þjóðir drukku
hann í sig, bæði Grikkir og
Rómverjar, og þaðan barst
hann til okkar, að vísu útþynnt-
ur og í óbeinum áhrifum.
Skammt frá Egyptum, á
austurströnd Miðjarðarhafsins,
voru Fönikíumenn. Þeir voru
nábúar Gyðinga, sem deildu
mjög við þá. Spámaðurinn
Ezekiel bannfærði Týrusborg,
höfuðstað Fönikíumanna, en
hann hefir ritað um glæsileik
hennar og auðæfi. Fönikíar
voru iðið verzlunarfólk og virð-
ast ekki hafa lagt mikla rækf
við bókmenntir. Það er aðeins
til brot af því, sem þeir hafa
skrifað, varðveitt af Grikkjum.
Borgir Fönikíumanna eru
horfnar, en þó eru þeir í viss-
um skilningi feður hverrar
bókar, sem við höfum lesið.
Þeir fundu upp stafrófið, staf-
inn, sem kom í staðinn fyrir
myndletur Egyptanna. Næstum
hver stafur á þessari blaðsíðu
á, eftir aldalanga þróunar-