Úrval - 01.12.1944, Side 24

Úrval - 01.12.1944, Side 24
22 ÚRVAL efnið til þess að skrifa á; þeir virðast vera fyrsta þjóðin, sem hafði bein áhrif á Evrópu, er fann upp letur, er táknaði töl- uð hljóð. Lykillinn að þessu letri var týndur í margar aldir og það eru ekki nema rúm hundrað ár síðan vísinda- mönnum tókst að lesa úr egypska myndletrinu eða híeró- glýfunum. Sagan af því, hvernig leyst var gátan um hið forna Egyptaland, er einn rómantískasti kaflinn í annál- um fornfræðibókmenntanna. — Franskur verkfræðingur, Bous- sard að nafni, sem var með her Napóleons í Egyptalandi, fann 1799 hinn fræga Rosetti-stein, en á honum var löng tilskipun egypskra presta til heiðurs einum konunganna. Þar var sama efni ritað með þrenns konar hætti, með híeróglýfum, á venjulegri egypsku og grísku. Vegna þess að grískan var þekkt mál, tókst eftir mikla erfiðleika að finna hliðstæða egypska stafi. Það var fransk- ur vísindamaður, J. F. Cham- pollion, sem réði fram úr þessu. Nú á dögum geta fornfræðing- ar, sem fást við egypsk fræði, lesið myndletur á múmíukistu eða obeliska og þeir hafa látið hinn þögula sfinx rjúfa nokkuð af sinni órannsakanleg þögn. Jafnvel þótt vísindamönnum hefði ekki tekizt að kynnast Egyptum á þeirra eigin tungu- máli, hefði vísdómur Egypta- lands samt ekki glatazt með öllu. Því að aðrar þjóðir drukku hann í sig, bæði Grikkir og Rómverjar, og þaðan barst hann til okkar, að vísu útþynnt- ur og í óbeinum áhrifum. Skammt frá Egyptum, á austurströnd Miðjarðarhafsins, voru Fönikíumenn. Þeir voru nábúar Gyðinga, sem deildu mjög við þá. Spámaðurinn Ezekiel bannfærði Týrusborg, höfuðstað Fönikíumanna, en hann hefir ritað um glæsileik hennar og auðæfi. Fönikíar voru iðið verzlunarfólk og virð- ast ekki hafa lagt mikla rækf við bókmenntir. Það er aðeins til brot af því, sem þeir hafa skrifað, varðveitt af Grikkjum. Borgir Fönikíumanna eru horfnar, en þó eru þeir í viss- um skilningi feður hverrar bókar, sem við höfum lesið. Þeir fundu upp stafrófið, staf- inn, sem kom í staðinn fyrir myndletur Egyptanna. Næstum hver stafur á þessari blaðsíðu á, eftir aldalanga þróunar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.