Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 11
MATARÆÐI Á ISLANDI
9
40,5% (minnst á Kjalarnesi og
Kjós 145,2 g — mest í Öræfum
171,7).
Yfirleitt má segja, að fitu-
neyzlan sé hér rífleg, þótt ekki
sé það eins áberandi og um
eggjahvítuna. I kaupstöðum í
Danmörku reyndist hlutdeild
fitunnar í orkumagninu 37 %
og líkt var það í Svíþjóð.
Þess má geta, að hér var ekki
talið með lýsi, sem börn taka
stundum utan máltíða, vegna
þess að erfitt reyndist að henda
reiður á því. Kæmi það þá einn-
ig til viðbótar við orkumagnið.
Kolvetni.
Kolvetnin eru langódýrasti
orkugjafinn sem völ er á, enda
er það svo, að þau eru að jafn-
aði því stærri þáttur í fæðinu,
sem fjárhagurinn er þrengri.
Erlendis er almennt talið, að
hlutdeild kolvetnanna í orku-
magninu sé 50—60%. Vegna
þess að eggjahvítuneyzlan hér
á landi er óvenjumikil og fitan
í ríflegra lagi, verður kolvetna-
neyzlan sem því svarar minni.
Enda leiddu rannsóknir í ljós,
að hlutdeild kolvetnanna í orku-
magninu var í kaupstöðum
■U,2% (333,3 g á dag), og í
sveitum 7/0,3% (349,2 g á dag).
Ekki kom það greinilega í
Ijós, að fjárhagurinn hefði
mikil áhrif á neyzlu kolvetna,
enda þótt þau séu hér sem
annars staðar ódýrasti orku-
gjafinn. Kolvetnin fást aðallega
úr aðfluttum vörinn, svo sem
kornmat og sykri, en úr inn-
lendri fæðu fást þau einkum úr
kartöflum og mjólk.
Steinefni.
Hlutverk steinefnanna í
líkamanum er margvíslegt.
Eru þau ýmist notuð sem bygg-
ingarefni vefja og einstakra
fruma, eins og t. d. kalk og fos-
fór í beinum, járn í rauðublóð-
kornunum o. s. frv., eða þá
að þau mynda sölt og önnur
efnasambönd, sem notuð er til
þess að tempra efnabreytingar
og lífstörf vefjanna á hinn
margvíslegasta hátt. Daglega
skilar líkaminn meira eða
minna frá sér af þessum efn-
um sem öðrum, og þarf því að
endurnýja þau.
Steinefni, sem þannig er
nauðsynlegt að fá í fæðunni,
eru fjölmörg, en af flestum
þeirra þarf ekki nema örlítið,
eða svo lítið í hlutfalli við út-
breiðslu þeirra í náttúrunni, að