Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 61
AÐ SETJA SAMAN TÖNVERK
59
I II I III I.
Þetta gefur góða raun. Þú
útfærir þetta frekar:
Tn i iii i ii i.
Og þá kemur í ljós, að þú
hefir uppgötvað byggingarlag
rondósins!
Nú áttu ekki armað eftir en
að slétta úr þeim ójöfnum,
sem stafa af reynsluleysi þínu
í smíði tónverka. Enn ertu
samt ekki fyllilega ánægður,
og þú ferð til einhvers söng-
fróðs vinar þíns, sem segir þér,
að sá skortur á tilbreytni, sem
þér finnst enn há laginu, stafi
af því, að öll þrjú lögin séu í
sömu „tóntegund" eins og hann
kallar það. Eða hann bendir þér
á, að „hljóðfall" þeirra allra
sé of líkt hvað öðru. Eða hann
segir þér, að þau séu í of ólík-
um tóntegundum eða hljóðfalli
o. s. frv. En þú hefir að
minnsta kosti fundið hinar
réttu grundvallarreglur — f jöl-
breytni og samræmi, víxlnotk-
un efniviðsins og endurtekn-
ing hans. Þú ert samt ekki enn
búinn að uppgötva aðferð til að
Ijúka við fimmtíu mínútna
langt tónverk, eins og þú ráð-
gerðir í upphafi, en þú ert
á réttri leið. Með því að upp-
götva grundvallarreglur menú-
ettsins og rondósins hefir þú
raunverulega fundið grundvall-
arreglur allrar evrópskrar og
amerískrar tónlistar.
Orðheppni.
Þegar forstjórinn kom á skrifstofuna um morguninn, upp-
götvaði hann, að hann hafði gleymt vasahnífnum sínum heima.
Hann fór fram í aðalskrifstofuna til þess að fá lánaðan hníf hjá
einhverjum skrifstofumannanna, en enginn þeirra var með hnif
á sér. Að lokum dró sendisveinninn upp úr vasa sínum hnif, sem
einhvern tima hafði séð sinn fífil fegri.
„Hvernig stendur á því, drengur minn,“ sagði forstjórinn, „að
þú skulir vera eini maðurinn hér á skrifstofunni, sem hefir hníf
á sér?“
„Það veit ég ekki,“ svaraði drengurinn, „nema ef vera skyldi
af því, að launin mín eru svo léleg, að ég hefi ekki efni á að
eiga nema einar buxur.“
— The Boston Sunday Post.
8*