Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 44
42
tJRVAL
„Roosevelt Wilson.“
„Hvað ertu gamall?“
„Tuttugu og tveggja, held
ég.“
Síðan settust þeir aftur. Hinn
opinberi ákærandi stóð upp og
rakti sögu málsins. Eiginmaður
ákæranda hafði verið að vinna
í annari sveit. Hún var að taka
upp kartöflur í afskektu horni
akursins, þegar negrinn lædd-
ist út úr skógarþykkninu og
miðaði að henni byssu. Hann
hafði hótað að drepa hana, ef
hún kæmi ekki út í þykknið
og legðist með sér þar. Af
tvennu illu hafði hún kosið að
láta undan honum. Þegar hann
var hlaupinn á brott, heyrði
hún, að kallað var á hana. Það
voru konur, sem voru að leita
að henni, og hljóp hún þá til
þeirra og sagði þeim, hvað skeð
hafði.
Verjendurnir spurðu hana
nokkurra spurninga með nær-
færni og samúð. „Það er ekki
svo að skilja, að við séum að
rengja yður, frú,“ sögðu þeir.
„Það er aðeins vegna skýrsl-
unnar." Konan viðurkenndi, að
negrinn hefði lagt frá sér byss-
una á meðan hann framdi ódæð-
ið, en dómarinn flýtti sér að
skýra fyrir kviðdómendum, að
það hefði verið búið að ógna
henni með byssunni, og að hún
hefði verið miður sín af
hræðslu. Starfsbróðir minn
hleypti brúnum og hristi höfuð-
ið. Konan var einum þrjátíu
pundum þyngri en negrinn og
mundi áreiðanlega hafa getað
ráðið niðurlögum hans eftir að
hann var búinn að leggja frá
sér byssuna.
Því næst voru leidd nokkur
vitni, sem ölí báru, að sakborn-
ingur hefði tekið til fótanna,
þegar átti að ná honum, að
hann hefði haft byssu og
veitt mótspyrnu, þegar hann
var handtekinn. Tvær konur
staðfestu, að ákærandi hefði
verið miður sín af hræðslu eftir
ódæðið.
I hádegishlénu var ég áheyr-
andi að samtali Roosevelts við
verjendur sína. Þeir sögðu hon-
um, að það mundi ekkert þýða
fyrir hann að þræta. Bezt
mundi fyrir hann að játa allt
og fá málinu lokið. En Roose-
velt maldaði í móinn.
„Nei, skal ég segja ykkur,“
sagði hann, „það er ekki búið
að segja sannleikann ennþá.
Ég þarf að komast þarna upp
til að segja sannleikann. Ef
þeir ætla að drepa mig, þá þarf