Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 98
96
tíRVAL
Jeika til þess að lifa í erfiðu um-
'hverfi.
Loks verða afleiðingarnar
mismunandi eftir því, hvernig
aðstæðurnar eru. Þegar sam-
keppni er á milli karlfugla, verð-
ur hún því aðeins áköf, að
,,fjölkvæni“ keyri úr hófi fram.
Hjá þeim fuglum, þar sem ein-
kvæni er, æsir karlfuglinn
einnig makann með fjaðra-
skrauti sínu, en hjá þeim nær
fjaðraskrautið aldrei þeim al-
gleymis-þroska, að það geti
valdið tjóni í allsherjar baráttu
tegundarinnar fyrir tilverunni.
Allar þessar athuganir eiga
við um hernað. I fyrsta lagi er
það auglióst, að hernaður er
dæmi um samkeppni samkynja
tegunda — líkamlegur árekstur
milli flokka af einni og sömu
tegund.
Hér er ekki aðeins um það að
ræða að slík samkeppni hafi
neikvæðar afleiðingar fyrir teg-
undimar í heild, eða hamli þró-
unar-framförum mannkynsins.
Heldur getur hún einnig orðið
skaðleg við sérstakar aðstæður,
en óskaðleg við aðrar aðstæður.
Þetta virðist vissulega vera
sannleikurinn. Þeir sem halda,
því fram, að hernaður sé ávallt
og óumflýjanlega mannkyninu
til tjóns, láta það eftir sér, að
mæla þetta á ósanngjama
heildar-vog. Og þó er sú heildar-
vog eða mælikvarði ekki eins
ósanngjörn og heildar-mæli-
kvarði hernaðarformælendanna,
sem telja, að hemaður sé bæði
nauðsynlegur og gagnlegur
mannkyninu. Skæruhernaður á
milli kynflokka frumbyggja
jarðar vorrar getur hafa verið
„tegundunum“ til þrifa, og leitt
til þess, að jafnvægi héldist
þeirra á milli. Þá leiddi hernað-
ur af sér þroska karlmannlegra
hæfileika, í hernaði gerðist þá
kynblöndun við kynflokka, sem
haldið höfðu sér í einangrun og
voru rændir konum, og þá leiddi
hernaður af sér það, meðal ann-
ars, að fólksfjölgun úr hófi
fram var haldið í skefjum, og
ýmislegt fleira mætti nefna.
En langvarandi styrjaldir,
sem leiða það af sér, að þjóðir
líða skort og þjáningar, morð
eru framin og heil lönd eru lögð
í rústir, eins og var í þr játíu ára
stríðinu, hljóta að vera mann-
kyninu til tjóns. Og þannig er
um allsherjar styrjaldir, eins
og þær, sem geisað hafa á vorri
öld, þegar heilar þjóðir era
hneptar í ánauð og kúgaðar af
miskunnarleysi, eins og átt hef-