Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 120
118
TJRVAL.
er litið á það sem dýrslega
þrjósku.“
Hann hafði ósegjanlegan
viðbjóð á siðleysi þrælahalds-
ins. „Nálægt Rio de Janeiro,“
segir hann í Beagiedagbók
sinni, ,,bjó ég andspænis gam-
alii frú, sem notaði fingra-
skrúfur á ambáttir sínar. Ég
bjó í húsi, þar sem ungur kyn-
blendingur var daglega, og oft
á dag, barinn og ofsóttur svo
mjög, að lægstu dýrategundir
myndu ekki hafa þolað slíka
meðferð.“ Tuttugu árum fyrir
þrælastríðið, lét hann í ljósi
viðbjóð sinn á þrælahaldi með
þessum ástríðufullu orðum:
,,Þeir sem líta á þrælaeigand-
ann með hlýhug en kuldalega
á þrælinn, hafa aldrei sett sig í
spor hins síðarnefnda. ... Hve
sorgleg framtíð, og jafnvel ekki
von um breytingu! ímyndið
ykkur hlutskiptið, sem ávallt
bíður ykkar, að konur ykkar
og börn — sem náttúran kenn-
ir jafnvel þrælunum að kalla
sitt eigið — verði slitin frá
ykkur og seld eins og skepnur
hæstbjóðanda! Og þetta er
framið og látið viðgangast af
mönnum, sem telja sig elska
náungann eins og sjálfa sig, trúa
á guð og biðja þess, að hans
vilji verði hér á jörðu!“ Dar-
win var alla ævi fullur samúð-
ar með öllum, sem þjáðust.
Sjálfur var hann ekki heilsu-
hraustur maður. Hann erfði
líkamsbyggingu föður síns, en
ekki þrek hans. Förin með
Beagle var honum stöðug
þjáning, sökum þess, hve hann
var sjóveikur. Auk veillar
heilsu voru óþægindi sjóferðar-
innar nægileg til þess að eyði-
leggja þrekmeiri mann en
Darwin. Maturinn var lítill og
óætur —. Darwin þjáðist til
æviloka af uppsöluköstum, sem
stöfuðu af eitrun frá Beagle-
förinni. Stundum var óþolandi
kuldi, stundum óbærilega heitt.
Hvað eftir annað, þegar hann
var í vísindaleiðöngrum um
mýrlend héruð, var hann bit-
inn af eitruðum skordýrum. Á
rannsóknaferðum um frum-
skógana, varð hann stundum
að vera vatnslaus dögum sam-
an. Allt þetta leiddi til þess, að
hann var að þrotum kominn,
þegar ferðin var á enda.
En hann unni ævintýri vís-
indanna — og raunar ævintýri
hjúskaparins líka. Skömmu eft-
ir heimkomuna gekk hann að
eiga frænku sína, Emmu Wedg-
wood, keypti stórt sveitasetur