Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 113
KlNA EFTIR SJÖ ÁRA STYRJÖLD
111
kommúnista eflast með degi
hverjum, svo að erfitt verður
að segja, hvernig baráttunni
líkur. Þeir, scm eru málum
kunnugastir telja, að ekki muni
koma til átaka, fyrr en Japanir
hafa verið sigraðir.
Þjóðemissinnarnir leggja nú
mikla áherzlu á að telja öðrum
þjóðum trú um, að eining ríki
meðal þjóðarinnar. Þess vegna
er ritskoðun þeirra mest í því
fólgin að þagga niður öll um-
mæli um skerf þann, sem hinir
kommúnistísku herir í Norður-
Kína hafa lagt til landvarnanna.
En hið sanna er, að kommún-
istar ráða óskorað víðáttumikl-
um og þéttbýlum héruðum í
Norður-Kína. Þó að herir
Chungking-stjórnarinnar hafi
borið hita og þunga dagsins í
styrjöldinni, hafa kommúnistar
samt haldið uppi baráttunni í
héruðunum Shantung, Hopei,
Shansi og Norður-Kiangsu. Þeir
halda uppi víðtækum skæru-
hernaði í kringum setuliðsstöðv-
ar Japana og járnbrautir, al-
gerlega óháðir Chungking-
stjórninni. Vopn sín búa þeir
til sjálfir eða ræna þeim frá
Japönum. Þeir eru 200 til 300
þúsund að tölu og binda 200
þúsund manna japanskan her.
Að baki þessum her komm--
únista hefir Chungking-stjórn-
in sennilega tíu herfylki af úr-
valsliði sínu til að gæta hans,
en sem útilokar hann jafnframt
með öllu frá umheiminum. Dæmi
eru jafnvel til, að þessi her
stjórnarinnar, sem vissulega
væri full þörf fyrir í baráttunni
við Japani, hafi tekið lyf jabirgð-
ir, sem ætlaðar voru kommún-
istahernum.
Á hinn bóginn lýsa Þjóðern-
issinnar mörgum sökum á hend-
ur kommúnistum. Þeir halda
því fram, að eining þjóðarinnar
eigi að ganga fyrir öllu öðru,
að þjóðin geti ekki orðið sterk,
ef tvær stjórnir ríki í landinu
óháðar hvor annari, og tveir
herir hvor undir sinni stjórn.
Þeir fullyrða ennfremur, að
Kommúnistaflokkurinn í Kína
sé, eins og öðrum kommúnista-
flokkum, stjórnað af erlendu
ríki, og að engan flokk sé hægt
að þola í landinu, sem stjórnað
sé erlendis frá.
Svar kommúnista er, að á
meðan þeir fái ekki neina hjálp
frá Chungking-stjórninni, beri
þeim engin skylda til að hlýða
forustu hennar í neinu. Þeir
segjast ekki geta látið af hendi
sjálfstæði sitt, nema stjórnin