Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 10
8
ÚRVAL
Rannsóknir leiddu í ljós, að
meðaldagskammtur af eggja-
hvítu var í kaupstöðum 135 g.
(minnst í Reykjavík 116,5 g
•— mest á Akranesi 155,6), en
í sveitunum 166,1 g (minnst í
Kelduhverfi 158,7 g — mest í
Dölum 200,1 g).
Eftirtektarvert er það, þeg-
ar borið er saman við niður-
stöðurnar frá Danmörku, Eng-
landi og Svíþjóð, að þótt orku-
magnið sé hér svipað og á
þessum stöðum eða sem næst
3000 he. (þ. e. í kaupstöðum),
þá er eggjahvítumagnið miklu
meii'a. I Danmörku var meðal-
talið 82 g á kaupstaðarheimil-
um og hlutfallslega jafnmikið
í sveitum, í Cardiff 78,7 g, og
i Svíþjóð 99 g.
Það má því teljast einkenn-
andi fyrir mataræði hér á landi,
hve mikil eggjahvítuneyzlan er.
í sveitum er eggjahvítu-
magnið drjúgum meira en í
kaupstöðun, á engu heimili
undir 120 g og meðaltalið
166,7 g. En fæðumagnið var
lika talsvert meira í sveitunum,
enda munar ekki miklu á hlut-
fallslegu eggjahvítumagni fæð-
isins, en það var í kaupstöðun-
um 17,9% ogísveitunum 19,2%
af orkumagni fæðisins.
Ekki þarf lengi að leita
orsakanna til þess, að fæði hér
á landi er svona eggjahvítu-
ríkt. Er það einkum tvennt,
sem veldur, fiskurinn og mjólk-
in. Fiskurinn er ein aðalfæðan
í kaupstöðunum (þó ekki að
orkumagni), og er þar svo að
segja daglega á borðum. Mest
er borðað af magra fiskinum,
þorski og ýsu, sem er nærri
hrein eggjahvítufæða. Auk
þess er kjötneyzla svipuð því,
sem anna rstaðar er algengr,
en mjólkurmatur öllu meiri. 1
sveitunum er og víðast borðað
allmikið af fiski, en þar má
mjólkin sín mest og ýmis
mjólkurmatur, einkum skyr.
Mikill hluti eggjahvítunnar er
þannig úr dýraríkinu.
Hér virðist því yfirleitt svo
vel séð fyrir eggjahvítu, að
engin hætta mun á því að hana
skorti, sé fæðið nóg að vöxtum.
Fita.
Fitumagn fæðisins í kaup-
stöðum reyndist að meðaltali
125,7 g og hlutdeild hennar í
orkumagni 37,9% (minnst á
Suðureyri 115,6 g — mest á
Akranesi 150,1 g). í sveitunum
reyndist fitumagnið 15J/,6 g og
hlutdeildin í orkumagninu