Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 83
ANDVARI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
81
mikillar veizlu í bústað sínum í Feru á blábrún öskjuhamarsins, með fagurri
útsýn yfir öskjuna og eldeyjar hennar, en milli hanastéls og aðalmáltíðar var
hlýtt á gríska messu í höfuðkirkju borgarinnar, svo að sálin yrði ekki afskipt.
Fegar veizlan stóð sem hæst, var tekið að dansa gríska þjóðdansa af miklum
móð, en þá stungum við af nokkrir eldfjallafræðingar og héldum niður í vikur-
námuna þar nærri til þess að skoða vikurlagið mikla, sem þarna er um 40 m þykkt.
Þegar á fundinum í Aþenu hafði ég lýst yfir þeirri skoðun, sem flestir aðrir
viðstaddir jarðeldafræðingar tóku undir, að erfitt væri að fallast á þá skoðun
prófessors Marinatos, að þama hefðu, eftir margra alda og líklega árþúsunda
hvíld, orðið tvö miki'l i'ikurgos með nokkurra áratuga millibili og hefði hið fyrra
eytt borginni við Akrótíri og annarri byggð á eynni, sem þá hét Stronghýli, en
flóðbylgja samfara síðara gosinu umturnað mínósku borgunum á Krít og víðar.
Slík hegðun væri andstæð því, sem nú er vitað um hegðun annarra eldfjalla
svipaðs eðlis, en dæmi urn slík eru, sem fyrr getur, Krakatá, Katmai, Oræfa-
jökull, Dyngjufjöll og raunar einnig Hekla, þótt þar hafi ekki myndazt askja.
En ungur þýzkur jarðfræðingur, Piechler, sem rannsakað hefur vikurlagið á
Þeru, hafði flutt erindi í Aþenu og haldið því fram, að þetta lag hefði myndazt
í tveimur gosum. Lagskiptingin í einum af korkjörnum þeirra Ninkovich og
Heezens gæti bent til hins sarna. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem
við fórum að skoða vikumámuna í fylgd með Piechler, en það er skemmst af
að segja, að ekki sannfærði hann nokkurn okkar urn, að vikurstál það, er þar
gat á að líta, sannaði, að um tvö gos væri að ræða.
Vikurinn er mjög grófur í neðstu metrum stálsins, en fínni er ofar dregur,
sums staðar er greinileg lagskipting, sem sýnir, að urn slitrótt sprengigos hefur
verið að ræða, en þess á milli eru þykk lög, ólagskipt, mynduð í stöðugu þeyti-
gosi. Sums staðar má sjá mislægi, og það ekki aðeins þar, sem Piechler taldi
vera mörkin milli hinna tveggja gosa. Einnig má sjá merki rofs í stálinu, en
hvomgt sannar þetta, að um tvö gos sé að ræða.
Eg hef þó fyrir mitt leyti undirstrikað það í umsögn minni í bók um ráð-
stefnuna, sem nú er í prentun, að ekki geti talizt skorið úr þessari deilu svo
öruggt sé með stuttri athugun nokkurra manna á mjög takmörkuðu svæði og
hér sé nauðsyn gaumgæfilegrar könnunar. Þangað til slílc könnun leiðir annað
í ljós, hef ég það fyrir satt, að hið mikla ljósa vikurlag á Santórín hafi myndazt
i einu gosi. En hvort öskjumyndunin hafi verið alveg samfara því, eins og í
Krakatárgosinu, eða tekið alllangan tíma, eins og myndun Öskjuvatnsöskjunnar,
skal ósagt látið, þótt óneitanlega sé hið fyrrnefnda mun líklegra.
Frá Þeru var siglt til Herakleion, aðalhafnarborgar Krítar á norðurströnd
eyjarinnar, og þaðan ekið fyrst austur með ströndinni til Amnísos, en rann-
6