Andvari - 01.01.1970, Síða 143
ANDVARI
LJÓÐAÞÝÐINGAR VESTUR-lSLENZKRA SKÁLDA
141
þeirra tilgreindur. Allar eru þýðingar þessar náttúrulýsingar, nema hin síðast-
nefnda, sem er sjómannasöngur, eins og heiti hennar bendir til. Þýðingar þessar
sverja sig í ætt um þá lipurð í ljóðagerð, er einkenndi frumort kvæði Sigurðar,
en liann var á sínum tíma vinsælt skáld hjá íslenzkri alþýðu vestan hafs.
Kristinn Stefánsson (1856—1916) kom vestur um haf samtímis Sigurði J.
Jóhannessyni, en var 15 árum yngri en hann. Ljóðaþýðingar Kristins eru flestar
af kvæðum eftir þau erlend skáld, er voru honum mest að skapi. En um það
fer dr. Rögnvaldur Pétursson þessurn orðum í æviminningu Kristins aftan við
kvæðasafn hans Út mn vötn og velli:
,,Varð hann snemma gagnkunnugur ritum ýrnsra höfunda, t. d. Banda-
ríkjaskáldanna Longfellow's, Lowells og Whittiers, og engelsku skáldanna Byr-
on‘s, Tennysons og Swinburnes. Var Swinbume einkum uppáhald hans; heillaði
hann hinn frjálsi og djarfi andi skáld-höfðingjans, er hvorki vildi vinna sér til
hróss eða tignar með því að fara á snið við það, er hann áleit sannast vera.
Óefað hefir hann eitthvað kunnað í dönsku, er hann fór af íslandi, en við
þá þekkingu hefir hann orðið að bæta síðar. Las hann einkum rit þeirra Björn-
sons, Ibsens og Drachmanns, þótt Björnson hefði hann ávallt í mestu afhaldi.
Með þessu er þó eigi sagt, að hann léti hér staðar numið. Væri það að lýsa
háttsemi hans öfugt, því hann las og fylgdist með því helzta, er út kom í bók-
menntaátt á þessum málurn, öllum stundum, og hvað helzt síðustu ár ævinnar."
Þegar í minni er borið dálæti Kristins á Swinbume, sætir það engri furðu,
að hann hyllir hann með þýðingu af kvæðinu „Algemon Charles Swinburne"
eftir James Douglas, sem tekið er hér upp í heild sinni:
Meistari tóns og ríms, hins fagra óðar óms
og hugmyndanna báli brædda málms,
sem fyllir öll þín óteljandi mót,
er hengir þú í hljómum þrungið loft
sem ljósvakabjöllur, mönnum goðagjöf.
Heill þér! Þú situr einn á þínum tignartrón
í ósnortinni fegurð eins og sólarguð!
Þú einvaldur ríkir — enginn þér er jafn,
utan þeir í dauðans dökka heim
af þinni ætt, sem tíminn heinaber
og örlög köld og kræklótt dauðans hönd
í myrkrið drógu, er enginn kanna kann,
en óðsins kóngdóm eftir skildu þér.