Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 188
186
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
sem Óðinn viði að sér í, en eiki er safnheiti og merkir því margar eikur eða
eikiskóg. Sé nú gert ráð fyrir, að þetta sé rétt, felst í kenningunni handar skers
holt orð, sem í skáldskap var jafnframt orrustu- eða bardagaheiti: folk (Þul. IV,
k, 1, og víðar). Þarf að efast um, að skáldið hafi farið með orðin folk (= bardagi)
og hoJmganga (= bardagi) sem samheiti? Eg svara þeirri spurningu neitandi,
annars vegar vegna þess að af svipuðum dæmum rnorar í fornum skáldskap (t.
d. sjór = fen), hins vegar af því að skáldið er áreiðanlega að fela nafn manns,
sem hafði hoJmgpngu að viðurnefni. Því virðist sýnt, að með Jnðbyggvi Jioita
Jiandar skers sé átt við „bersa hólmgöngu“ eða Hólmgöngu-Bersa, h- e.
híðbyggvir = Bersi,
Jiandar sJiers hoJt: fólk = hólmganga.
í fyrra lið dæmisins er orð (mannsnafn) fólgið í kenningu, en í síðara liðnum
samheiti orðs (viðurnefnis), sem til er höfðað. Hvergi koma þessar leikreglur
skáldanna hetur í ljós en í kveðskap, sem eignaður er Gretti Ásmundarsyni. Þar
eru þessir kunnu orðaleikir (Grett. 1, 5 og 7):
reynirunnr = Þorbjörg,
hjpi'p tveggja Jtanda Sifjar vers: reynirunnur = Þorbjörg.
Sif er kona Þórs, svo sem kunnugt er, en verr (eiginmaður) hennar: Þór. Að öðru
leyti er rökin að finna í Skáldskapannálum Snorra-Eddu, þar sem lýst er för
Þórs til Geirröðargarða og volki hans í ánni Vimur. Með herkjubrögðum brauzt
hann yfir vaxandi elfina „ok fekk tekit reynirunn npkkurn ok steig svá ór
ánni. Því er þat orðtak haft, at reynir er bjprg Þórs.“
Að þessu athuguðu dirfist ég nú að víkja aftur að inum móðuriausa megi
Fáfnismála. Af öllum mönnum, sem hér gætu komið til greina, er Askur lík-
legastur, maður Emblu og forfaðir mannanna. Hann var „sonur“ eða sköpunar-
verk Óðins og bræðra hans, en móður átti hann enga. En hvað á Askur skylt
við Sig- í Sigurður'? — f Ólafs sögu helga í Flateyjarbók (II, 374-375, útg. 1945)
segir svo: „Þá rnælti Þóroddr, at hann skyldi kasta reipi um bitann í skemmunni,
en gera lykkju á endanum ok bera þar í viðu ok grjót, svá at þar var meir en
jafnvægi hans. Hann gerði svá. Fór þá sigit ofan í gröfina, en er Þóroddr kom
upp, þá tók hann klæði í skemmunni, sem þeir þurftu.“ Hér kernur skýrt í ljós,
að alls kyns viður var notaður í sig, og þurfti það raunar ekki vitnanna við. Þó
skal enn á það bent, að sigakeppr kallaðist lurkur eða trjábolur, sem bundinn
var í kaðalsenda og notaður sem sig (Sjá Cleasby: sig.). Það er því staðreynd,
sem eigi verður í móti mælt, að á máli skáldanna gat asiir — og önnur viðarheiti
— verið samheiti við sig. Ég tel því líklegt, að lesa beri:
inn móðuriausi mpgr: ASKLIfí = SIG.
ASKUfí væri þá í senn maður og tré, en SIG tré og hluti mannsnafns.