Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1970, Page 197

Andvari - 01.01.1970, Page 197
andvari BRÉF FRÁ AMERÍKU 195 máltækið, að hvað elskar sér líkt. Þegar ég heimsótti þau hjón að Hafrafelli í Laugar- dal ekki löngu síðar, fannst mér sem þau hefðu búið saman alla sína ævi og farnazt mjög vel. Ég kom alloft til Sigurgeirs í bókasafnið síðustu ár hans þar. Ég hafði þá horfið frá þeim skóla, sem við höfðum báðir átt þátt í að reisa og ég hafði stjómað nokkur ár. Þaðan fór ég vegna þess, að mér höfðu verið sett skilyrði, er ég vildi ekki hlíta og ég viðurkenndi ekki, að kæmi skólastarfi mínu við. Til þess að eiga það ekki á hættu, að ég gæti spillt fyrir þeirri stofnun, er ég hafði átt mikinn hlut í, skildi ég við hana með þeim ásetningi að láta mig það engu varða, sem ég hafði búið mig undir að vinna ifyrír, og kaus heldur að vinna að því, er ég hafði engan undirbúning cða menntun til, svo sem blaðamennsku og hagfræðistörf. Ég kveið því stundum, er ég kom til Sigurgeirs, að hann spyrði mig, hvers vegna ég hefði horfið á þetta ráð. Það gerði hann aldrei. Við rifjuðum ekki heldur upp þau gömlu kynni, er gleymdust eigi, þó að við kæmumst ekki alveg hjá því að minnast á fólk, er við höfðum báðir þckkt. Vegna þessa höfðum við færra um að ræða en annars hefði orðið. Ég kom raunverulega ekki heldur til þess að ræða við hann, heldur til þess að láta mér líða vel í návist hans. Mér leið alltaf vel, er ég hafði tekið í hönd hans að skilnaði. Svo var það einnig, er ég hitti hann síðast í bókasafninu. Ég get ekki dagsett, tivenær það var, en það var seint í apríl eða fyrstu dagana í maí 1942. Við áttum stutta stund saman, og fá orð fóru milli okkar. Hvorugur okkar vissi, að þetta var síðasta stundin, er við áttum saman. En 10. maí lagði hann í langferð yfir það haf, er skilur veraldir, en ég viku síðar norður í Þingeyjarsýslu til að gerast bóndi á Þverá í Dalsmynni. — Ég minnist þess, hversu mér fannst til um það, hvað hann hefði verið sigursæll og hamingjusamur maður og hversu vel hann var af því hvoru tveggja sæmdur. Arnór Sigurjónsson. San Francisco, 6. maí 1927. Kæri vinur. Eg geri víst ekki annað þarfara með afmælisdaginn en að skrifa þér. Hefi alltaf haft það í huga, en vildi helzt geta sagt eitthvað, sem komið gæti að notum, en það vill ekki verða. Ég veit þig langar að skreppa vestur yfir hafið, þyrftir að fá tækifæri til þess, en hefir ekki efni á því. Við þurfum utan fimmta hvert ár til að halda okkur ungum, eins og Jónas sagði, og ef við ætlum að kynnast ver- öldinni, er ekki vert að sneiða hjá Ameríku. Ég fór frá Reykjavík 2. október 1925. Dvaldi í London meir en sex vikur, mest á söfnum og í Wembley. Kom til New York 6. desember. Var þar nálega sex mánuði á bókavarðaskóla og alþýðubókasöfnum. Skrapp þaðan suður til Washington D.C. og norður til Boston til að skoða söfnin. Fór frá New York
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.