Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 197
andvari
BRÉF FRÁ AMERÍKU
195
máltækið, að hvað elskar sér líkt. Þegar ég heimsótti þau hjón að Hafrafelli í Laugar-
dal ekki löngu síðar, fannst mér sem þau hefðu búið saman alla sína ævi og farnazt
mjög vel.
Ég kom alloft til Sigurgeirs í bókasafnið síðustu ár hans þar. Ég hafði þá horfið
frá þeim skóla, sem við höfðum báðir átt þátt í að reisa og ég hafði stjómað nokkur
ár. Þaðan fór ég vegna þess, að mér höfðu verið sett skilyrði, er ég vildi ekki hlíta
og ég viðurkenndi ekki, að kæmi skólastarfi mínu við. Til þess að eiga það ekki á
hættu, að ég gæti spillt fyrir þeirri stofnun, er ég hafði átt mikinn hlut í, skildi ég
við hana með þeim ásetningi að láta mig það engu varða, sem ég hafði búið mig
undir að vinna ifyrír, og kaus heldur að vinna að því, er ég hafði engan undirbúning
cða menntun til, svo sem blaðamennsku og hagfræðistörf. Ég kveið því stundum, er
ég kom til Sigurgeirs, að hann spyrði mig, hvers vegna ég hefði horfið á þetta ráð.
Það gerði hann aldrei. Við rifjuðum ekki heldur upp þau gömlu kynni, er gleymdust
eigi, þó að við kæmumst ekki alveg hjá því að minnast á fólk, er við höfðum báðir
þckkt. Vegna þessa höfðum við færra um að ræða en annars hefði orðið. Ég kom
raunverulega ekki heldur til þess að ræða við hann, heldur til þess að láta mér líða
vel í návist hans. Mér leið alltaf vel, er ég hafði tekið í hönd hans að skilnaði.
Svo var það einnig, er ég hitti hann síðast í bókasafninu. Ég get ekki dagsett,
tivenær það var, en það var seint í apríl eða fyrstu dagana í maí 1942. Við áttum
stutta stund saman, og fá orð fóru milli okkar. Hvorugur okkar vissi, að þetta var
síðasta stundin, er við áttum saman. En 10. maí lagði hann í langferð yfir það haf,
er skilur veraldir, en ég viku síðar norður í Þingeyjarsýslu til að gerast bóndi á
Þverá í Dalsmynni. — Ég minnist þess, hversu mér fannst til um það, hvað hann
hefði verið sigursæll og hamingjusamur maður og hversu vel hann var af því hvoru
tveggja sæmdur.
Arnór Sigurjónsson.
San Francisco, 6. maí 1927.
Kæri vinur.
Eg geri víst ekki annað þarfara með afmælisdaginn en að skrifa þér. Hefi
alltaf haft það í huga, en vildi helzt geta sagt eitthvað, sem komið gæti að notum,
en það vill ekki verða. Ég veit þig langar að skreppa vestur yfir hafið, þyrftir að
fá tækifæri til þess, en hefir ekki efni á því. Við þurfum utan fimmta hvert ár
til að halda okkur ungum, eins og Jónas sagði, og ef við ætlum að kynnast ver-
öldinni, er ekki vert að sneiða hjá Ameríku.
Ég fór frá Reykjavík 2. október 1925. Dvaldi í London meir en sex vikur,
mest á söfnum og í Wembley. Kom til New York 6. desember. Var þar nálega
sex mánuði á bókavarðaskóla og alþýðubókasöfnum. Skrapp þaðan suður til
Washington D.C. og norður til Boston til að skoða söfnin. Fór frá New York