Andvari - 01.01.1974, Síða 6
4
JÖHANN HAFSTEIN
ANDVARI
á leið til þess að sinna stjórnmálastörfum á Snæfellsnesi. Þingvöllur var
áningarstaður.
Það var eitthvað um að vera í litla timburhúsinu þeirra Benedikts
alþingismanns Sveinssonar og frú Guðrúnar Pétursdóttur frá Engey. Það
var undir apríllok og vor í lofti.
Þann 30. apríl 1908 fæddist yngsti sonurinn af þrem, Bjarni, eldri
voru þeir Sveinn og Pctur. Síðar eignuðust hjónin fjórar dætur, þær
Kristjönu, Ragnhildi, Guðrúnu og Olöfu.
Ekki kann ég frá neinum stórmerkjum að greina i sambandi við
fæðingu sveinsins, en þennan dag hófst æviferill eins hins merkasta ís-
lendings á þessari öld.
Foreldrar Bjarna Benediktssonar voru bæði þjóðkunn á sinni tíð.
Benedikt Sveinsson var sonur Sveins Víkings Adagnússonar, gestgjafa og
söðlasiniðs á Idúsavík, og konu hans Kristjönu Guðnýjar Sigurðardóttur,
er bæði áttu til frændsemi að telja við margt hið merkasta gáfufólk í Þing-
eyjarþingi. Sjálfur var Benedikt fræðimaður mikill á hvers kyns þjóðlegar
menntir. Fyrstu áratugi þessarar aldar tók hann virkan þátt í stjórnmála-
deilum og var róttækur í skoðunum, einkum að því er varðaði samband
fslendinga og Dana. Hann var eldheitur Landvarnarmaður og einn af
stofnendum þess flokks og meðal þeirra, er fremstir fóru i baráttunni fyrir
fullurn skilnaði við Dani. Benedikt var alla sína þingmennskutíð, frá
1909—1931, þingmaður Norður-Þingeyinga og forseti Neðri deildar Al-
þingis áratuginn 1920—1930. Hann þótti bæði þingskörungur og rögg-
samur forseti, enda afburða ræðumaður 02 snillingur á íslenzkt mál.
7 o o
Benedikt Sveinsson var áhrifamaður í íslenzku þjóðlífi og mun jafnan
verða minnzt sem eins hinna fremstu í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Frú Guðrún Pétursdóttir var af hinni merku Engeyjarætt, dóttir Péturs
Kristinssonar, bónda og skipasmiðs í Engey, og konu hans Ragnhildar Olafs-
dóttur frá Lundum í Stafholtstungum. Guðrún Pétursdóttir var kvenskör-
ungur hinn mesti og tók mikinn þátt í stjórnmálabaráttu manns síns og lét
að jafnaði meiri háttar þjóðmálefni til sín taka.
Bjarni Benediktsson var ekki hávaxinn. Hárið var mikið og svart á
yngri árum, en grásprengt síðar og hvítt nærri með aldri. Augun voru sér-
kennileg og brúnir miklar, og var ekkert fremur, sem gaf honum sterkan