Andvari - 01.01.1974, Page 17
andvari
BJARNI RENEDIKTSSON
15
yrði átta manna nefnd, tveir úr hverjum þingflokki, til að ræða málið.
Var nú tekið til óspilltra rnála, og hinn 8. ágúst sendi ég stjórn Banda-
ríkjanna skýrslu um skoðun íslands í málinu. Var m. a. skýrt frá því, að
Alþingi hefði tvisvar sinnum, 1928 og 1937, ákveðið að slíta öllu sambandi
við Dani, strax og sambandslagasamningurinn heimilaði, og að ákvörð-
unin um stofnun lýðveldis hefði að baki sér ekki aðeins alla flokka, heldur
og alla þingmenn. Ennfremur, að það sé skoðun íslenzkra fræðimanna,
studd af heimsfrægum erlendum fræðimönnum, að Islendingar hafi nú,
vegna vanefnda Dana á samningnum, tvímælalausan rétt til þess að slíta
öllu sambandi við Dani nú þegar.“
Olafur segir ennfremur:
„Vakin skal athygli á því, að 17. maí 1941 lýsti Alþingi því yfir
einróma, að það teldi Island hafa öðlazt rétt til fullra sambandsslita við
Danmörku og það vildi, að stofnað yrði lýðveldi á íslandi, jafnskjótt og
samhandinu við Danmörku verði formlega slitið. Þessar ályktanir höfðu
þannig verið gerðar og hirtar opinherlega, áður en hervernd U. S. A.
á íslandi kom til tals. Þessar ályktanir voru tilkynntar stjórn Dana forrn-
lega stjórnarleiðis."
í svari ríkisstjórnar Bandaríkjanna frá 20. ágúst 1942 segir m. a.:
„Ríkisstjórn Bandaríkjanna viðurkennir, að ógilding samningsins og
sambandsins og hinar fyrirhuguðu breytingar á grundvallaratriðum í stjórn-
arfari íslands, sé mál, sem íslenzka þjóðin ætti ein á friðartíma að taka
ákvörðun um eftir óskuni sínum og þörfum."
Og þar segir ennfremur:
„Vill Bandaríkjastjórn endurtaka þá ábendingu, að rétt sé að fresta
að taka ákvörðun um sambandsslitin, þangað til betur stendur á, ekki
aðeins vegna Bandaríkjanna og íslands sjálfs, heldur og í þágu heims-
skipulagsins og skilnings milli þjóða yfirleitt.“
I þessari nótu er enn lögð höfuðáherzla á, eins og getur í öllum
þessum tilfærðu orðum, að við frestuðum að stíga lokasporið. Alþingi Is-
lendinga ákvað nær einróma að verða við þeirri beiðni og tilkynnti Banda-
ríkjunum það, en þau tilkynntu okkur hins vegar með sérstakri nótu, að
frá þeirra sjónarmiði væri alls ekkert því til fyrirstöðu, að íslendingar
stofnuðu lýðveldi eftir árslok 1943.