Andvari - 01.01.1974, Síða 19
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
17
málsins, heldur séu það allt önnur málefni, sem þar hafi mesta þýSingu.
En hvert er þá hiS rétta eSli sjálfstæSisbaráttu þjóSarinnar?
Hún er hliSstæS baráttu ánauSugs manns fyrir aS fá fullt frelsi og
mannréttindi. Sá, sem í ánauS er, heldur lífi og limum þrátt fyrir ánauS
sína. Hann getur haft nóg aS bíta og brenna. Og vel má vera, aS honum
líSi allt eins vel eSa betur en sumum frjálsum mönnum. Þrátt fyrir þaS
unir enginn, sem einhver manndómur er í hlóS borinn, því aS vera í ánauS.
Hann finnur og veit, aS ánauSin skerSir manngildi hans og er ósamboSin
hverjum manni. Honum er og fullljóst, aS þótt vel sé séS fyrir efnahags-
legum þörfum hans, þá eru samt allar líkur til, aS hann beri meira úr
býtum, ef hann er sjálfur eigandi starfsorku sinnar en ef annar ráSstafar
henni fyrst og fremst sjálfum sér til hags.
ASstaSa þjóSar, sem seld er undir yfirráS annarrar, er hin sama og
þess, sem í ánauS er. Slík var aSstaSa íslenzku þjóSarinnar allt til 1918,
þrátt fyrir nokkra rýmkun á rétti hennar síSustu áratugina þar á undan.
En sjálfstæSisharáttu þjóSarinnar aS þessu leyti lauk meS sigri 1918,
segja sumir. Vissulega má til sanns vegar færa, aS þá hafi ánauS hennar
veriS lokiS. En var fullt stjórnskipulegt frelsi hennar þar meS fengiS? Var
verkefni hinnar eiginlegu sjálfstæSisbaráttu þar meS úr sögunni?
Mundi sá bóndi telja sig aS fullu frjálsan, sem aS vísu mætti ákveSa
sjálfum sér og heimafólki sínu reglur til aS fara eftir, en þyrfti þó aS leita
samþykkis óSalsbónda á fjarlægri jörS, til þess aS fyrirmælin hefSu nokkra
þýSingu? Ef hann mætti ekki hafa skipti viS nágranna sína, nema fyrir
milligöngu óSalsbóndans eSa öllu heldur vinnumanna hans, yrSi aS hafa
einhvern þessara vinnumanna meS í förinni, ef hann skryppi í kaupstaS,
og engin þessara viSskipta hefSi lögformlegt gildi, nema óSalsbóndinn
samþykkti? Ef hann aS vísu mætti hafa eiginn hund til aS reka úr túninu,
en hefSi þó, til þess aS víst væri, aS fjárreksturinn færi fram eftir öllum
listarinnar reglum, jafnframt sérstaklega vaninn hund frá óSalsbóndanum
til túngæzlunnar? Og mundi bóndi telja þann eignarrétt á jörS sinni
mikils virSi, sem því skilyrSi væri háSur, aS þrjátíu menn aSrir mættu
hafa af henni öll hin sömu not og sjálfur hann?
Slíku frelsi mundi enginn íslenzkur bóndi una til lengdar. AuSvitaS
þættu honum þessi kjör betri en alger ánauS, en honum mundi þykja þaS
furSulegt, ef honum væri sagt, aS nú væri frelsisbaráttu hans lokiS. Og
2