Andvari - 01.01.1974, Side 30
28
JÓHANN HAFSTEIN
ANDVARI
ríkin. Árið 1949 höfðu Sovétríkin enga valdaaðstöðu á Miðjarðarhafi. Nú
eru völd þeirra þar mikil. Þá höfðu þeir enga valdaaðstöðu á Atlantshafi, nú
eru þeir orðnir mikið flotaveldi þar. Er það ætlun þeirra með þessu að
sýna herskip sín eða eru þeir að húa sig undir að nota þau til vald-
beitingar?“
Eg skal ekki að öðru leyti gera þcnnan fund að umtalsefni á þessum
vettvangi, en mér finnst hlýða að minna á nokkur síðustu varnaðarorð
Bjarna Benediktssonar tengd Norður-Atlantshafshandalaginu, sem hirtust
í bæklingi hans: „Þættir úr fjörutíu ára stjórnmálasögu“, er kom út árið
1970 að honum látnum.
Hann minnir þar m. a. á hina frægu ræðu Lenins, er hann hélt á al-
þjóðaþingi kommúnista 1920: „Um hernaðarlega afstöðu Islands í fram-
tíðarstyrjöld, sérstaklega með tilliti til flughernaðar og kafbáta." En frá
þessu hafði Hendrik Ottóson sagt í einu rita sinna, enda segir Bjarni
hann hafa verið mann falslausan og opinskáan. Skoðanabræður hans
hér hafa hins vegar talið hyggilegra að þegja um þetta ræðuhald og
þar á meðal einn þeirra æðsti leiðtogi, Brynjólfur Bjarnason, sem var
með Hendrik á þinginu.
Bjarni minnir á eftirfarandi: ,,I fyrstu gerðu menn sér vonir um, að
hér þyrfti ekki að hafa varnarlið á friðartímum, en árás kommúnista á Kóreu
1950 breytti viðhorfi manna í þessum efnum, enda höfðu skipaferðir
Sovétmanna á norðurhöfum þá mjog farið vaxandi undanfarin misseri. Sú
skipan, sem þá var ákveðin, hefur síðan haldizt í meginefnum. Á árinu
1956 sameinuðust þó Framsókn og Alþýðuflokkur kommúnistum í því,
að heimta brottför varnarliðsins. Allir guggnuðu þeir á þeirri kröfu um
sinn eftir kúgun Sovétmanna á Língverjum haustið 1956. Þá liðu meira
að segja margir mánuðir svo, að kommúnistar eða sósíalistar, Sameiningar-
flokksmenn alþýðu, Alþýðubandalagsmenn, eða hvað þeir kölluðu sig á
því skeiði, töldu sjálfurn sér ráðlegast að hafa kyrrt um brottrekstrarkröfur
sínar. Þeir hafa þó jafnharðan orðið háværari á ný, ef friðvænlegar hefur
virzt í álfunni um stund, en látið minna í sér heyra, þegar harðnað hefur
á dalnum, svo sem við innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu haustið 1968.
Þannig var það, eftir að vinstri stjórnin hafði tekið við völduin á miðju
ári 1956, að ckkert varð úr því að láta varnarliðið hverfa af landi brott og
kommúnistar höfðu jafnvel hægt um sig í stjórninni. 1 desembermánuði