Andvari - 01.01.1974, Side 32
30
JÓHANN HAFSTEIN
ANDVABI
hef sagt um Bjarna Benediktsson og afstöðu hans til öryggis- og varnarmála
landsins, er að sínu leyti eins og sá hluti hafísjakans, sem ofansjávar er, aðeins
hrot eitt. Eg hef ekki rifjað upp nema brotabrot af varnaðarorðum, ábend-
ingurn og eggjunum Bjarna Benediktssonar. En hitt er hvorki gleymt né
afmáð úr vitund almennings á Islandi, heldur mun það um aldur og ævi vera
samofið minningu hans og vera ein okkar tryggasta stoð í baráttunni fyrir
ævarandi sjálfstæði og frelsi.
Eftir að Bjarni Benediktsson fyrst tók við ráðherraembætti í stjórn
Stefáns Jóhanns Stefánssonar árið 1947, gegndi hann ráðherraembættum í
rúmlega tuttugu ár óslitið utan tveggja ára og fimm mánaða, er vinstri
stjórnin sat við völd frá 1956—1958 og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins
1959. I lann gegndi mörgum ráðherraembættum á þessu tímabili, svo sem
embætti utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, kirkjumálaráðherra, iðnaðar-
málaráðherra, heilbrigðismálaráðherra, menntamálaráðherra og að lokum
forsætisráðherra. Bjarni varð fyrst forsætisráðherra um þriggja mánaða skeið,
meðan Ólafur Thors tók sér hvíld frá störfum af heilsufarsástæðum í árs-
lokin 1961, en tók svo við forsætisráðherraembættinu fyrir fullt og allt til
dánardægurs, eftir að Ólafur Thors dró sig í hlé altarið vegna heilsubrests
í nóvembermánuði 1963. Enginn annar Islendingur hefur gegnt ráðherra-
embætti eins lengi og Bjarni, en á þessum langa ráðherraferli er hann
tæp sjö ár forsætisráðherra. Jafnframt er Bjarni um langa hríð varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins og formaður flokksins frá 1961, þegar Ölafur
Thors haðst undan endurkosningu.
Það ræður því að líkum, að stjórnmálaafskipti Bjarna Benediktssonar
mótast ekki nema að nokkru leyti af þeim ráðuneytum, sem hann stýrði á
hverjum tíma, heldur jafnframt hinu almenna pólitíska forystuhlutverki
hans í Sjálfstæðisflokknum. Fyrir utan forsætisráðuneytið, en því fylgir að
sjálfsögðu forysta ríkisstjórnarinnar og einnig meðferð efnahagsmálanna,
þá mun Bjarni hafa lagt einna mesta rækt við utanríkismálin í upphafi
ráðherraferils síns, eins og áður hefur verið greint frá. Þá komu og dóms-
málin, en dómsmálaráðherra var hann ætíð, ef hann átti sæti í ríkisstjórn,
nema forsætisráðherraárin. Til þess virtist hann kjörinn vegna sérstakrar
lagaþekkingar sinnar, enda voru á því sviði ýmis mál, sem hann lét sér-
staklega til sín taka. Vil ég þar nefna ýmsar umbætur í réttarfarslöggjöfinni
og minni þá sérstaklega á nýskipun þeirrar löggjafar með stofnun embættis