Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1974, Side 32

Andvari - 01.01.1974, Side 32
30 JÓHANN HAFSTEIN ANDVABI hef sagt um Bjarna Benediktsson og afstöðu hans til öryggis- og varnarmála landsins, er að sínu leyti eins og sá hluti hafísjakans, sem ofansjávar er, aðeins hrot eitt. Eg hef ekki rifjað upp nema brotabrot af varnaðarorðum, ábend- ingurn og eggjunum Bjarna Benediktssonar. En hitt er hvorki gleymt né afmáð úr vitund almennings á Islandi, heldur mun það um aldur og ævi vera samofið minningu hans og vera ein okkar tryggasta stoð í baráttunni fyrir ævarandi sjálfstæði og frelsi. Eftir að Bjarni Benediktsson fyrst tók við ráðherraembætti í stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar árið 1947, gegndi hann ráðherraembættum í rúmlega tuttugu ár óslitið utan tveggja ára og fimm mánaða, er vinstri stjórnin sat við völd frá 1956—1958 og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins 1959. I lann gegndi mörgum ráðherraembættum á þessu tímabili, svo sem embætti utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, kirkjumálaráðherra, iðnaðar- málaráðherra, heilbrigðismálaráðherra, menntamálaráðherra og að lokum forsætisráðherra. Bjarni varð fyrst forsætisráðherra um þriggja mánaða skeið, meðan Ólafur Thors tók sér hvíld frá störfum af heilsufarsástæðum í árs- lokin 1961, en tók svo við forsætisráðherraembættinu fyrir fullt og allt til dánardægurs, eftir að Ólafur Thors dró sig í hlé altarið vegna heilsubrests í nóvembermánuði 1963. Enginn annar Islendingur hefur gegnt ráðherra- embætti eins lengi og Bjarni, en á þessum langa ráðherraferli er hann tæp sjö ár forsætisráðherra. Jafnframt er Bjarni um langa hríð varafor- maður Sjálfstæðisflokksins og formaður flokksins frá 1961, þegar Ölafur Thors haðst undan endurkosningu. Það ræður því að líkum, að stjórnmálaafskipti Bjarna Benediktssonar mótast ekki nema að nokkru leyti af þeim ráðuneytum, sem hann stýrði á hverjum tíma, heldur jafnframt hinu almenna pólitíska forystuhlutverki hans í Sjálfstæðisflokknum. Fyrir utan forsætisráðuneytið, en því fylgir að sjálfsögðu forysta ríkisstjórnarinnar og einnig meðferð efnahagsmálanna, þá mun Bjarni hafa lagt einna mesta rækt við utanríkismálin í upphafi ráðherraferils síns, eins og áður hefur verið greint frá. Þá komu og dóms- málin, en dómsmálaráðherra var hann ætíð, ef hann átti sæti í ríkisstjórn, nema forsætisráðherraárin. Til þess virtist hann kjörinn vegna sérstakrar lagaþekkingar sinnar, enda voru á því sviði ýmis mál, sem hann lét sér- staklega til sín taka. Vil ég þar nefna ýmsar umbætur í réttarfarslöggjöfinni og minni þá sérstaklega á nýskipun þeirrar löggjafar með stofnun embættis
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.