Andvari - 01.01.1974, Side 38
36
JÓI-IANN HAFSTEIN
ANDVAIU
fleirum en mér mun finnast verða svipminna og daufara á íslandi, eftir að
Olafur Thors er héðan horfinn. Öíl sendir þjóðin ættingjum alúðarkveðjur
og hiður hinum látna höfðingja hlessunar.
„Með tryggð til rnáls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi,
í æðri stjórnarhendi
er það, sem heitt í hug þú harst."
Þessi orð Einar Benediktssonar um föður sinn tek ég mér í munn
urn minn látna vin:
„og út yfir þitt ævikvöld
skal andinn lifa á nýrri öld.“
Ekki fór það dult meðal almennings, að mikill vandi lagðist á herðar
Bjarna Benediktssonar að taka við formennsku Sjálfstæðisflokksins af Ólafi
Thors og gegna jafnframt emhætti forsætisráðherra. Ólafur Thors hafði
verið formaður Sjálfstæðisflokksins í rúinan aldarfjórðung, eða 27 ár, og
um formennsku hans hafði aldrei verið deilt innan flokksins, enda þótt
stundum skærist í odda um einstök málefni, eins og verða vill. Ólafi hafði
jafnan tekizt að setja niður deilur og stýra flokki sínum heilum í höfn.
Bjarni Benediktsson naut óskoraðs trausts innan Sjálfstæðisflokksins,
og í vaxandi mæli ávann hann sér almenningshylli og tiltrú fyrir atorku,
dugnað og réttsýni í stjórnarstörfum sem forsætisráðherra landsins.
Þáverandi stjórnarandstæðingar hafa surnir hverjir stundum horið
sér í munn, að Viðreisnarstjórnin hafi ekki notið trausts verkalýðs og
launþega né skilið til fulls hlutverk þeirra í þjóðfélaginu. Þetta er hinn
mesti misskilningur, eins og nú verður nánar að vikið.
Eftir vinnudeilurnar á árinu 1963, er kaupgjald og verðlag fór mjög
hækkandi, töldu margir, að í óefni væri komið, og óttuðust, að fella þyrfti
gengi íslenzku krónunnar enn á ný til þess að ráða fram úr vandanum.
Til þ ess kom þó ekki, eins og kunnugt er. En á árinu 1964 var gert
hið eftirminnilega júnísamkomulag milli Alþýðusamhands Islands ann-
ars vegar og Vinnuveitendasambands Islands hins vegar og ríkisstjórnar
Islands. Það samkomulag laut að því að koma í veg fyrir meiri kauphækkanir
en gjaldþol atvinnuveganna leyfði, en launþegar fengju í sinn hlut raun-