Andvari - 01.01.1974, Qupperneq 47
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
45
vera leiðtogi, sem er maður til þess, og meira en það, hann verður að vera
lietja í þess orðs einföldustu merkingu."
Bjarni Benediktsson var leiðtogi, er setti markið hátt og náði langt.
Honum þvarr hvorki rnóður né nákvæmni. Hann var „hetja í þess orðs
einföldustu merkingu“.
Ríkisstjórn íslands ákvað, í samráði við Þingvallanefnd, að reistur
skyldi minnisvarði um forsætisráðherrahjónin og dótturson þeirra á Þing-
völlum, þar sem ráðherrabústaðurinn hafði staðið. Vígsla minnisvarðans fór
fram laugardaginn 29. maí 1971 að viðstöddum forseta Islands og konu
hans, ríkisstjórn íslands, Þingvallanefnd og nánustu ættingjum og ástvinum
hinna látnu. Á minnisvarðann, sem er mikið bjarg úr barmi Þingvalla, er
greyptur skjöldur með svofelldri áletrun:
Hér stóð ráðherrabústaðurinn
sem hrann 10. júlí 1970
Þar létust
Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra
Sigríður Björnsdóttir
kona hans
Benedikt Vilmundarson
dóttursonur þeirra
Islenzka þjóðin
reisti þeim þennan varða
Minningarathöfnin hófst með því, að forsætisráðherra flutti ávarp,
en hað síðan biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, að helga
staðinn, og fórust biskupi svo orð:
„Bláskógar hafa laufgazt um vor og fölnað á haustum, meðan Oxará
féll fram af hamrinum í hylinn, alltaf eins og alltaf ný. Og meiðar risu og
féllu, sterkir stofnar og laufgaðir mjög féllu líka, meðan harpa landsins
var knúin ósýnilegum fingrum og aldanna straumur hneig að sínum ósi fram.
Oft bar bólstra í bláa heiðið yfir landinu, margan dag og marga nótt.
I sólmánuði var jafnan fegurst á Þingvelli, enda var það þá, sem Alþingi
feðranna stóð til forna. Og einnig síðar lágu hingað leiðir margra. Og hér