Andvari - 01.01.1974, Side 55
JÓN ÞÓRARINSSON:
Sveinbjörn Sveinbjörnsson
og þjóðsöngurinn
Erindi flutt i Dómkirkjunni i Reykjavík 4. ágúst 1974.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskálcl var fæddur 28. júní 1847, sonur
Þórðar Sveinbjörnssonar, dómstjóra við Landsyfirréttinn í Reykjavík, og konu
bans, Kirstínar, sem var að nokkru danskrar ættar, fædd Knudsen, en í móður-
ætt komin af hinum merkilega listamanni séra Lljalta Þorsteinssyni, prófasti í
Vatnsfirði. Er sú ætt fjölmenn og í henni margt listafólk hér á landi og jafnvel
í Danmörku.
Þórður lézt, þegar Sveinbjörn var á níunda ári, og stóð þá Kirstín ein uppi
með sjö börn sín, flest innan fermingaraldurs, og fósturbarn hið áttunda. En
hún var tápmikil kona og óvílin og kom öllum börnum sínum til mennta, svo
sem stétt þeirra og stöðu sómdi. Sveinbjörn settist í Lærða skólann, þegar er hann
hafði aldur til, og lauk stúdentsprófi 1866, réttra 19 ára að aldri. Eftir það
settist hann í Prestaskólann og lauk embættisprófi í guðfræði tveimur árum
síðar. Prófprédikun sína flutti hann í þessari kirkju, en áður hafði hann á skóla-
árum sínum verið organleikari hér í kirkjunni í forföllum Péturs Guðjónssonar.
Tónlist hafði verið mjög í hávegum höfð á bernskuheimili Sveinbjörns,
og þangað kom eitt hið fyrsta píanó, sem fluttist til landsins, árið 1855. Mikill
samgangur með mágsemd var milli bernskuheimilis Sveinbjörns og hins barn-
marga heimilis Péturs Guðjónssonar, en kona Péturs var systir Kirstínar Svein-
björnsson. Pétur Guðjónsson (eða Gudjohnsen, eins og hann hefur verið nefndur
af öðrum) var brautryðjandi tónlistar á íslandi á 19. öld og gegndi um langt
árabil öllum þeirn tónlistarstörfum, sem hér var um að ræða. Börn hans, ásamt
Sveinbirni og systkinum hans, komu saman á heimilunum til skiptis og skemmtu
sér við söng og hljóðfæraslátt. Einnig tók Sveinbjörn ótæpilega þátt í þeirri
mildu tónljstariðkun, sem fram fór á heimili Hilmars Finsens, stiftamtmanns
og síðar landshöfðingja, undir forystu konu hans, frú Olufu Finsen.
Þrátt fyrir allt þetta mun það hafa komið flestum mjög á óvart, þegar
Sveinbjörn brá á það ráð að loknu guðfræðiprófinu að fara utan til náms j