Andvari - 01.01.1974, Side 102
ARNÓR SIGURJÓNSSON
100
ÁNDVARl
sem tengdasonur og dóttir Hallgríms lieitins Þorbergssonar voru í sumarleyfi,
síðan að garnla bænum, þar sem leiguliðar Háskóla Islands, gömlu hjónin
jafnaldrar mínir, Torfi Hjálmarsson dóttursonur Torfa í Ólafsdal og Kolfinna
Magnúsdóttir, áttu enn heima. En erindið að Elalldórsstöðum var fyrst og fremst
til ungs bónda, Ásgeirs Torfasonar, sem byggt hafði nýbýli á þeim hluta
jarðarinnar, sem var í eigu Háskólans og ráð hafði verið gert fyrir að tæki þai
við ábúð þeirri, er foreldrar bans höfðu haft. Hjá honum og bónda, sem hjá
honum var staddur, var það svo tekið til athugunar, hvernig þessar fyrirætlanir
um rafveitumálin horfðu fyrir Laxárdal og íbúa dalsins. Var fyrst gert yfirlit
yfir byggðina í dalnum, eignarhald á jörðunum, þá úrkosti, sem dalbúum
væru boðnir, ef fyrirætlanirnar næðu frarn að ganga, og hvernig þeim mundi
verða tekið. Á byggðinni höfðu orðið þær breytingar frá því, er ég átti heima
í nágrenni dalsins, að þrír bæir innst í dalnum höfðu lagzt í eyði, en tveimur
jörðum utar í dalnum hafði verið skipt í tvær jarðir. Alls voru þar 8 bæir í
byggð, austan árinnar Kasthvammur, Árhvammur, Hólar og Árhólar, vestan
árinnar Birningsstaðir, Halldórsstaðir, Þverá og Auðnir. Þrjár þessara jarða
voru ríkiseign, Birningsstaðir, Kasthvammur og Árhvammur, en sumt húsanna
í Kasdivammi og Árhvammi var í eigu bændanna og einkurn í Árhvammi. Á
Halldórsstöðum átti Háskóli Islands hálfa jörðina og gamlan bæ, en þar átti
nýbýlisbóndinn íbúðarhús, hinn helmingur jarðarinnar ásamt öllum húsum
var í einkaeign og eigendur tveir. Þverá og Auðnir voru í einkaeign jörð og hús,
einnig Hólar og Árhólar. Gert var ráð fyrir, að auðvelt mundi verða fyrir raf-
veituna að ná samningum við ríkið um afhendingu á ríkisjörðunum. Fullyrt
var, að þegar hefðu náðst samningar milli rafveitunnar og Háskóla íslands um,
að rafveitan fengi hluta Háskólans í Flalldórsstöðum keyptan.1) Rafveitan hafði
þegar gert nýbýlisbóndanum ákveðið tilboð um kaup á húsi lians, og var hann
ráðinn í að taka því boði, nema hreppurinn neytti forkaupsréttar síns. I und-
irbúningi voru tilboð og samningar um kaup og sölu á húsum í einstaklings-
eign á ríkisjörðum. Búizt var við því, að þessar miklu fyrirædanir rafveitunnar
mundu ná fram að ganga og framkvæmdir hafnar á næstu árum, og yrðu dal-
búar að taka því, er að höndum bar. Öll hús og slægjulönd þriggja jarðanna
Birningsstaða, Kasdivamms og Árhvannns mundu fara undir vatn, sökkva i
lónið, sem átti að koma í dalnum. Einnig mundu öll slægjulönd á Halldórs-
stöðum, Þverá og Auðnum sökkva í þetta lón nema eitthvað lítilsháttar af
túnunum efst í undirhlíðunum, aðallega á Þverá. Hólar og Árhólar mundu
1) Þetta reyndist aðeins vilyrði, sem þáverandi rektor Háskólans hafði gefið rafveitunni.