Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 104

Andvari - 01.01.1974, Page 104
102 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI málaferli hafi verið milli þeirra frændanna þar í tuttugu ár og deilt um smá- muni eina, að því er öðrum sýndist. Þegar ég horfði frá veginum á hraun- garðinum við ána upp að bænurn, greip mig sú hjátrú, að þessar látlausu deilur hefðu lcallað guðsreiði yfir þetta höfuðhól og því yrði því sökkt í djúpan hyl. Svo leið saga og samtíð þjóðarinnar um liug mér. Sokkið hafði þjóðin eitt sinn i svipað hyldýpi og var verið að kalla yfir Halldórsstaði, og mig greip sá ótti, að sá tími væri nærri, að svo mundi fara öðru sinni. Er ég kom að Þverá, hirti mér fyrir augum. Þar blasti við mér bær, sem mér fannst fegurst byggður bær, sem ég hafði séð á Islandi, nýtt íhúðarhús, nýtt fjós, ný fjárhús og öll umgengni eins og ég hafði bezta séð. Gamli bærinn var enn á sínum stað, en íhúðarhúsið nýja og fénaðarhúsin á nýjum stað, nokkru innar á túninu, og hafði þeim húsum öllum verið valinn staður af smekk- vísi. Túnið hafði stækkað, og stækkun þess fór einstaklega vel, þar hafði þess einnig verið gætt, að auka fegurð jarðarinnar. Á öllu því, sem fyrir jörðina hafði verið gert, var snilldar handbragð, hvert verk hafði verið unnið af ást og alúð. Hjónin á Þverá voru ekki heima, er ég kvaddi dyra, en ég náði tali af þeim í síma, og þau voru búin til heimferðar. Meðan ég beið Jónasar, skoðaði ég fjárhúsin, en þau höfðu síðast verið byggð nýju húsanna og af mestri vandvirkni þeirra allra, og svo var þriflegt kringum þau, að því var líkast, að hverri sauðkind hefði verið kennt að þurrka af klaufunum, áður en hún gekk heim að húsi sínu. Svo beið ég á bæjarhlaði, hlýddi á niðinn í Laxá og horfði niður yfir túnið, engið og hraunbogann til árinnar, þar sem hún rann milli grösugra bakka og víðivaxinna hólma niður dalinn með flúð og streng og lygnan hyl til skipta. Mér fannst þá stundina í kyrrum blæ við hnígandi sól, að ekki væri fegurra af nokkru bæjarhlaði á íslandi. Svo minnisstæð sem mér er stundin þarna á bæjarhlaðinu, eru mér enn ríkari í minni viðræðurnar við Jónas um kvöldið. Þær voru svo ríkar af fögnuði yfir því, hvernig synir hans höfðu hjálpað honurn til að byggja þennan nýja bæ fyrir hann í ellinni og handa þeirri kynslóð, sem væri að korna. Nærri hvert handtak væri þeirra handtak og hvert handtak vel af hendi leyst, þó að þeir liefðu allt til þess lært heima. Svo höfðu dæturnar hjálpað þeim og móður sinni til að búa íbúðarhúsið að smekk þeirra allra á heimilinu. — En í fylgd þessa fagnaðar var harmur hans um framtíð dalsins. Nú ætti að sökkva allri byggð dalsins í djúpt vatn nema tveimur jörðum, sem ekki væri unnt að halda í byggð, er hinar væru sokknar. Hann hafði mælt það nákvæmlega, hvar strandlína vatnsins, sem átti að koma í dalnum, mundi liggja um túnið hans, nokkrum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.