Andvari - 01.01.1974, Qupperneq 106
104
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
Þegar að Þverá kom að þessu sinni, fannst mér rnest til um þaÖ, að orSinn
væri meiri aldursmunur okkar Jónasar en áður liafði verið, en okkur skildi
hálft annað ár, sem hann var mér eldri. Það sem honurn hafði áður verið fögn-
uÖur var nú ekki meira en mild fróun, og það sem mér fannst að ætti að vera
honum mikil harmsbót, að borgiÖ væri byggð í dalnum hans a. m. k. næstu ár,
var honum eigi miklu meira en það, að kvíðvænlegum horfum hefði verið
slegið á frest. Hann var einnig, mér óvænt, með minni hug til sátta en ég,
sem hafði ungur veriÖ gjarnari til glímuleikja heldur en hann. Mér fannst jafn-
vel, að hann tortryggði mig, og það hafði ég aldrei fundið fyrr. Þegar ég hafði
kvatt hann og horft urn stund af hlaði til árinnar, gekk ég til Jóns sonar hans,
sem var við vinnu sína á túninu. Hann tók máli mínu að mér fannst með
góðvild, en þó sem hann hugsaði svo, að fáum orðum fylgdi minnst ábyrgð.
Ég var á leið frá Reykjavík norður í land, er ég heyrði lát Jónasar á Þverá,
en hann lézt 3. ágúst 1973. Það var þó ekki fyrr en ég kom til Reykjavíkur aftur,
að ég frétti, hvernig það hafði borið að. Hann hafði fengið heimsókn þjóðminja-
varðar, sem kom til þess að líta á gamla bæinn á Þverá í tilefni þess, að Kaupfélag
Þingeyinga hafði ákveðið að kosta varðveizlu hans að einhverju leyti til minn-
ingar þess, að stofnfundur félagsins hafði verið haldinn í baðstofunni þar. Jónas
sýndi þjóðminjaverði hvern krók og kima bæjarins, ern og áhugasamur að sjá og
finna, og hafði aÖeins liorfið frá litla stund, er hann var kallaður til símtals, sem
hann hafði beðið um. Um leið og þjóðminjavörður renndi úr hlaði, kom þangað
sjúkrabíll, og fór Jónas með honum til Húsavíkur. Hann dó á leiðinni þangað,
sagði sá, er har mér frásögnina. En í andlátsfréttinni sagði, að hann hefði
látizt á Húsavík.
Jón Jónasson á Þverá er nú hreppstjóri Reykdælahrepps.