Andvari - 01.01.1974, Síða 125
ANDVARI
JAFNVÆGISGRUNDVÖLLURINN VERÐI ÞRÍRÍKJA NORDEK
123
Svo eigðu frjáls mn aldurinn
þín uppleit fjöll og himininn
og veröld fyrir vöxtinn þinn
eins viða og land og sjór.
IV. Hlutgengi vort og Þrándheims í háskólum, iðjuþróuninni
og fé festu í mannauðnum.
Þcssi fyrirsögn er óskýr eins og það
skeið upp úr 1980, sem hún rniðar á. Af
fyrri hlutum greinar máþó ráða, að lands-
hlutaefling í ríkisheildarþágu (lþ. e. geo-
political planning) sé áfram tilgangurinn
í orðum mínum, en hér sé verkefnið gert
þrengra en í III. kap. og bundið við fá
kjörsvið raunvísinda og hagræðingar á
afkomuskilyrðum; bæði þurfi rannsóknir
og fjölda langskólagengins fólks á svið
þau, svo blessast megi.
Það er kunnugt, að iðnvædd ríki verja
svimháum upphæðum í grundvallarrann-
sóknir og síðan þær rannsóknir, sem kalla
má þróunarkostnað (development costs).
Hálfþróuð ríki, sem eiga sér þó draum á
því sviði, verja oft til þessa minna en
helmingi á við hin, reiknað í dollurum
á nef hvert í landi. Árið 1971 nam þetta
í Svíþjóð 66 $ á mann, í Noregi 29 $, í
Finnlandi 20 $ (líkt og í Noregi 4-5 ár-
um áður) og á íslandi 12 $. Mælt i
prósentum af vergri þjóðarframleiðslu,
GNP, nam þctta í Svíþjóð 1.5% (og hafði
í mörg ár gert), í Noregi 1%, Finnlandi
0.8% og á íslandi aðeins hálfu prósenti,
og eru horfur engar í bráð, að ísland fái
tvöfaldað það hlutfall, svo það rísi jafn-
hátt Norðmönnum að tiltölu. Rannsókn-
ir í hugvísindum og félagsvísindum eru
ekki mcð í þessum tölum né í umræðu
hér á eftir. ísland mun þar álíka statt.
Þau mannár (ársvinna rnanns margföld-
uð með tölu þeirra, sem að starfa), scm
ísland er vant að vcrja til rannsóknar-
starfa, eru að sarna skapi og prósenttalan
helmingi færri en hugur vor mundi standa
til og færir rnenn mundu brátt fást í.
Athygli vekur í norrænum skýrslum urn
málið, að helmingur framlagða fjárins til
rannsókna iþessara í Noregi, Finnlandi og
Danmörku kemur að jafnaði frá sjálf-
stæðum fyrirtækjum, en hitt er vciting
opinbers fjár. I Svíþjóð er framlag iðju-
rekstursins þó langtum hærra en svo og
nam 64% rannsóknafjárins 1971, sem að
krónuhæð var eigi minna en öll saman-
lögð rannsóknarframlög það ár í Dan-
mörku, Finnlandi og Noregi. Á íslandi
voru þessi framlög einkarekstursins ekki
það stór, að þau kæmust í hagskýrslur,
svo ég hafi séð; hið opinbera var nær ein-
samalt um að bera kostnaðinn. Það fcr
víst þó nokkuð að breytast, en mun
hrökkva skammt til að koma íslenzka
framlaginu upp í 1% af GNP. Skal eigi
orðlengt um þetta að sinni, aðeins talið
Ijóst, að inn í Nordek munum við ganga
haltir á báðum fótum, að því er rannsókn-
ir varðar.
Til þess að gera cigi aðra lengri fé-
vöntunarþulu urn Háskóla Islands, bor-
inn saman við minniháttarháskóla í Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð, bið ég rnenn
aðeins að trúa skilríkra manna orðum,
að mikil hcfur orðið stækkun hans og
samsvarandi útgjaldaauki ríkisfjár fyrir
hann, en þó muni þetta einkum skoðast