Andvari - 01.01.1974, Qupperneq 152
150
ÓLAFIIR BJÖRNSSON
ANDVARI
voru þeir orðnir 48 talsins, 26.932 tonn
brúttó, en jþá mátti beita, að endurnýj-
uninni væri lokið. Eins og tölurnar bcra
með sér, voru nýju skipin allmiklu stærri
að meðaltali en þau gömlu og fullkomn-
ari að allri gerð.
A sama tíma var einnig keypt mikið til
landsins af mótorbátum, einkum stærri
bátum, er talið var að hentuðu til síld-
veiða.
Mótorbátum yfir 12 lestum fjölgaði úr
385 árið 1945 í 462 árið 1950, cn tonna-
talan óx úr 14.315 i 22.291. Bátum fjölg-
aði iþví um 20% á Iþessum tíma, en tonna-
talan óx um rúm 50%. Eftir 1950 var
lítil áherzla lögð á frekari eflingu tog-
araflotans, ogeftir 1960 fórþeim beinlínis
að fækka, en vegna aukins mikilvægis
síldvciðanna var megináherzla lögð á
fjölgun stærri mótorbáta, hentugra til
síldveiða. iÞegar hinn mikli samdráttur
varð í síldveiSum í lok 7. áratugsins, óx
aftur áhugi á eflingu togaraflotans, og
var þá lögð áherzla á kaup skuttogara. í
árslok 1973 voru togarar í eigu lands-
manna 45 talsins að smálestatölu 27.697
brúttó. Þar af voru síSutogarar 17, að
smálcstatölu 12.577. Bátaflotinn nam 857
skipum að smálestatölu 62.813. Alls var
stærð fiski9kipastólsins (þar í talin 3 hval-
veiSiskip 1342 smálestir) 91.852 lestir. í
árslok 1945 var hann 26.530 lestir, þann-
ig að auhningin á tímabilinu er um
250%.
Eins og um hefir verið getið hér að
framan, urðu íslendingar að draga mjög
úr saltfiskframleiðslu á kreppuárunum
vegna söluerfiðleika. Var þá lögð áherzla
á aðrar verkunaraðferSir, einkum fryst-
ingu, svo og eflingu síldveiða. A styrj-
aldarárunum varð framhald á þessari þró-
un, þar sem saltfisksmarkaSarnir voru þá
að mestu lokaðir, en gott verð fékkst þá
fyrir frystan fisk.
Þegar „nýsköpunin" hófst eftir styrjöld-
ina, var megináherzla lögð á byggingu
síldan'erksmiSja. Voru þá reistar tvær
stórar síldarverksmiðjur á vegum ríkisins,
önnur á SiglufirSi, en hin á Skagaströnd,
en auk þess var hvatt til verksmiðjubygg-
inga á vegum einkaaðila. Þar sem síld-
veiðar brugðust að mestu næstu 10 árin
eftir lok styrjaldarinnar, komu þær fram-
kvæmdir ekki að þeim notum, sem ætlað
var.
Á hinn bóginn hefir verið lögð rnikil
áherzla á eflingu hraSfrystiiðnaSarins frá
styrjaldarlokum, enda hefir megnið af
þorskaflanum veriS veikað þannig síðan.
Hafa um 70-80% þorskaflans undanfar-
in ár verið fryst eða ísuð, en um 15-20%
verkuð sem saltfiskur. Framan af 6. ára-
tugnum voru 10-15% af þorskaflanum
hert, en frá því að borgarastyrjöldin i
Nigeríu, sem var aðalmarkaSslandið,
brauzt út 1966, hcfir framlciSsla skreiðar
verið óveruleg.
Þó að sjávarútvegur sé enn þá lang-
mikilvægasti útflutningsatvinnuvegur
landsmanna (um 80% verðmætis útflutn-
ings eru sjávarafurðir) og afkastageta
hans hafi stóraukizt frá lókum síSari
heimsstyrjaldar vegna aukningar skipa-
stólsins og eflingar fiskiSnaSarins, þá hef-
ir hlutfallstala þeirra, er vinna við sjávar-
útveg, síður en svo hækkað. Samkvæmt
upplýsingum um skiptingu vinnandi
fólks milli atvinnugreina 1971 störfuðu
aðeins 6,1% vinnandi fólks við fiskveiðar,
en við fiskvinnslu 8,1%, þannig að sé
þetta hvort tveggja taliS til sjávarútvegs,
starfa 14,2% af vinnuafli þjóðarinnar þar.
Samkvæmt manntali 1940 störfuðu hins
vegar 15,9% við fiskveiðar eingöngu, en
10,8% 1950 (en þá var fiskvinnsla talin
til iSnaðar). Þessi hlutfallslega lækkun
þeirra, sem fiskveiðar og fiskvinnslu
stunda, þrátt fyrir aukna verðmætasköp-