Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 159

Andvari - 01.01.1974, Page 159
Andvaiú K/EÐA VIB GUÐSÞJÓNUSTU í LAUFÁSKIRKJU 2. ÁGÚST 1874 157 vísu færast fjöllin úr stað og 'hálsarnir riða, en mín miskunnsemi við þig skal ekki úr stað færast og minn friðarsáttmáli ekki raskast, segir Drottinn, þinn miskunnari. - Fullkomin eru hans verk og réttir hans vegir. Þótt hann hafi oft og tíðum leitt fólk sitt yfir grýttar hæðir og orðið oss samferða um ófrjóar eyði- rnerkur, svo yður helur stundum verið gjarnt til að mögla í gegn hans ráði og deila við Guð yðar um það hlutskipti, sem hann hefur yður fengið, þá hafa þó hans verk ætíð verið fullkomin, hans vegir ætíð verið réttir og reynzt réttir. Hann heiur komið fram æ að nýju undan öllunr huliðshjálmi hinna órannsakanlegu dóma sinna, svo sem hinn Heilagi, hinn Alvísi og Algóði. sá er getur sér þann vitnisburð á jörðunni: Drottinn gjörir vel alla hluti. Þetta var það, sem Móses vildi brýna fyrir þjóð sinni, þá er hann flutti svanasönginn að áheyranda öllum þingheimi Ísraelíta. Flina sömu brýning skulum vér og nú heyra, mínir elskuðu vinir. Sú þúsundáraöld, sem þegar er liðin frá hinu fyrsta landnámi á eyju vorri, og öll reynsla þjóðar vorrar á þessu tímabili skal skora alvarlega á oss segjandi: Gefið Guði vorum dýrðina! Já, gefið dýrðina honum einum. Þar sem vér rennum huganum yfir sögu lands vors frá því er hún hófst fyrir 1000 árum og þangað, sem henni er nú komið, þá verða að vísu fyrir oss seint og snemma eigi svo fá mannleg nöfn, þau er vér finnum oss skylt að nefna með virðing og þakklæti, og sannarlega er það ágætt, þar sem minn- ing góðra og mikilla manna helzt við lýði hjá hinum síðari kynslóðum. Það er fagurt og dýrmætt að eiga í flokki feðra sinna þá spekinga og snillinga, þá afreksmenn og gagnsmenn, sem svo voru vel að sér gjörvir, að nöfn þeirra eru enn uppi eftir liðnar aldir til prýði og yndis í sagnaritum og söngvum þjóð- arinnar, þess makleg, að hver maður nemi þau, sá er nokkuð menntast, já, sum þar á rneðal jafnvel þess verð, að þeirra sé getið með heiðri á heilögum stað fyrir augliti Drottins, svo sem færa mætti til nokkur dæmi, ef þess þætti við þurfa, með merkilegum og ástælum nöfnum úr sögu vor íslendinga að fornu og nýju. Og víst hlýtur hjarta hins góða og gagnlega manns að kenna hátíðlegrar gleði af þeirri hugsun: Mitt nafn mun og á síðan komast í tölu hinna blessuðu nafna og berast með heiðursamlegri og þakklátri minning til hinna síðari kynslóða. En eigi að síður, hversu mikið sem slíkum mönnum hefur auðnazt að afreka sjálfum sér til ágætis og öðrum til heilla, eigi að síður skulu þó þeir taka undir atkvæði Mósis: Gefið Guði vorum dýrðina! Fyrir Guði, sem einn hefur ríkið og máttinn, hlýtur öll jarðnesk vegsemd að fölna; fyrir honum hinum Heilaga og Alfullkomna hlýtur allur mannlegur lofstír að verða til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.