Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1974, Side 161

Andvari - 01.01.1974, Side 161
ANDVARI RÆÐA VIÐ GUÐSÞJÓNUSTU í LAUFÁSKIRKJU 2. ÁGÚST 1874 159 undanförnu, en þó engan veginn svo mikið, að eigi verðum vér enn að þrá aðra og rífari kosti til þess að geta með sanni heitið frjálsir þegnar í frjálsu landi. Og þótt vér leiðum nú hjá oss að hugsa um það, sem lýtur beinlínis að þjóðréttindum vorum og stjórnarhögum, þá er á margt annað að líta, sem oss vanhagar um eða sem er öðruvísi á sig komið og miklu miður en ákjósanlegt væri. Landið, sem vér húum í, er kalt og hrjóstrugt og ávaxtarlítið. Sumarið hjá oss er stutt og stopult, svo oss veitir það oftast nær erfitt að búa oss til hlítar undir hinn langa og stranga vetur. Vér erum fátæk þjóð, og oss skortir þó eigi aðeins fé, heldur og kunnáttu í mörgum greinum til þess að koma því í verk, sem oss mætti verða til gagns og sóma, til þess að hæta ýmislegt það, sem oss brestur, og verjast því, sem hætt er við, að steypi hagsæld vorri. Vér berum með oss fram á hið nýja skeið margs konar þungar menjar í andlegum og líkamlegum efnum af því, sem yfir oss hefur gengið fyrr og síðar á liðnum öldum með ánauð og ólögum, með örbirgð og hallærum. Já, vér vitum það vel, að 1000 ára afmæli þjóðar vorrar gat eigi runnið henni upp með óbland- inni gleði, því hún verður að kenna svo margra vankvæða og hefur enn um svo mörg sár að binda. En þó skulum vér synir landsins á þessum tímamótum hneigja hjörtu vor að þeirri hinni heilögu áminning: Gefið Guði vorum dýrðina! Lútið honum með ljúfri auðmýkt. Deilið eigi við Guð, möglið eigi í móti hon- um um það hlutskipti, sem hann hefur sent yður og hann einn hefur vald til að laga í sinni hendi. Festið eigi augun svo við þá erfiðleika, sem að yður þrengja, að þér þar fyrir látið yður gleymast, hvernig Drottinn leggur yður líkn með þraut og hlífir yður þó við ýmsum þeim plágum, sem kremja bræður yðar annarstaðar í heiminum. Gleymið eigi því, að til eru þau lönd, þar sem nokkrum sinnum á einum mannsaldri ganga yfir borgir og byggðir svo grimm- ar og hræðilegar drepsóttir, að elztu menn á voru landi hafa eigi þekkt nokkra þvílíka um sína daga. Gleymið eigi því, að til eru þau lönd, þar sem þegnarnir hafa lengi stunið undir svo megnri harðstjórn eða óstjórn, að í samanburði við slíkt má eigi annað segja en að vér höfum búið við sældarkosti. Gleymið eigi því, að til eru þau lönd, þar sem hinn hræðilegi hernaður og hinn þungi her- kostnaður sviptir menn lífi þúsundum saman og flettir menn svo miklu fé, að eigi verður tölu á komið, en oss hefur hinn náðugi Guð látið lifa í friði öld eftir öld, lausa við allar þær ógnanir og mannraunir, sem æ eru samfara hinu blóð- uga stríði. Já, kannizt við það, bræður mínir: Hinn náðugi Guð hefur gjört vel til vor. Hann hefur lagt oss til mörg gæði og þar á meðal sum þau, er öðrum þjóðum mættu þykja öfundarverð; hann hefur látið oss stýra undan margföldum háska og grandi; hann hefur varðveitt þjóð vora sem sjáaldur auga síns í hinum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.