Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 163

Andvari - 01.01.1974, Page 163
ANDVABI RÆÐA VIÐ GUÐSÞJÓNUSTU í LAUFÁSKIRKJU 2. ÁGÚST 1874 161 vilji láta telja sig með þjóðvinum. Nei, segir hin áminnandi raust til sona landsins: Kastið eigi í burt yðar örugga móði, er mikil laun mun öðlast. Örvæntið eigi þess, að þjóð vorri geti orðið viðreisnar auðið og að enn eigi hún góðs að bíða í byggð feðra sinna. Hafið aðeins góðan bug hvorir til annarra, þér æðri og lægri. Grunið aldrei bvor annan um gæzku að raunarlausu. En umfram allt treystið óefanlega hvorir með öðrum honum, sem situr að hinum æðstu völdum og eigi hefur enn yfirgefið nokkurn þann, sem reiddi sig á hann. Já, gefið Guði vorum dýrðina með öruggu trausti! Idann er vort athvarf frá kyni til kyns. Hann er hellubjarg, fullkomin hans verk og réttir hans vegir svo á hinni komandi sem á hinni undanförnu öld. Hinn trúfasti Guð, sem hingað til hefur hjálpað og frelsað úr öllum þrautum, hann mun eigi heldur hér eftir sleppa hendi sinni af þjóð vorri og landi, er svo lengi hefur verið hans augasteinn. Hinn sterki Guð, sem þegar hefur verið hellubjarg þjóðar vorrar á mörgum mæðilegum tíðum, hann mun og enn ryðja oss braut í gegn- um torleiði og þrengingar þessa tíma. Hinn vísdómsfulli Guð, er aldrei verður ráðafátt og allir vegir eru færir, hann getur og enn með nýrri tíð vísað landi voru á nýjar leiðir til blessunar og heiðurs, til frelsis og framfara. Gefið Guði vorum dýrðina með öruggu trausti! Þá mun öllu verða betur komið; þá mun allt vænlegar horfa. Þar sem sólin ljómar í heiði með blíðlegu skini, þá er allt með bjartlegu yfirbragði, himinn og jörð, fjöll og dalir, ár og vötn. En sjáið, kæru vinir! Hið örugga traust er þvílíkt sólskin, sem bregður birtu sinni yfir hinar efri og neðri stöðvar lífsins, yfir hinar torsóttlegu hæðir framfaranna og hina stríðu strauma mannraunanna. Ef enginn hlutur gæti hrakið oss frá traustinu til Guðs, þá mundum vér og, eftir því sem Móses kveður að orði í bæn sinni, fagna og gleðja oss alla daga vors lífs. Ef að allir þeir, sem í landinu búa, æðri og lægri, stæðu fastir fyrir, bver í sínu rúmi, og treystu Guði jafnörugglega á hinum vonda sem á hinum góða degi, þá mundi engum óvini, hvorki að utan né innan, geta tekizt að vinna landi voru tjón. Því þá hefðurn vér enn, eins og Móses og Davíð, hið óvinnanlega vígi til að reiða oss á. Þá gætum vér sagt allt að einu og þeir: Drottinn er vort hellubjarg; allt að einu og Lúther: Vor Guð er borg á bjargi traust, hið bezta sverð og verja. - Ó, gefið þá Guði vorum dýrðina með öruggu trausti, þar sem þér rennið huganum fram á hina komandi tíð fósturjarðar vorrar og barna hennar. Og gefið honum loksins dýrðina með trúrri hlýðni við hans heilögu boðorð. Drottinn, kenn oss svo að telja vora daga, að vér verðum forsjálir, segir Móses í bæn sinni og í texta vorum. Svo biður binn trúi erindsreki Guðs, er n
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.