Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 31
31
ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR
Mynd 1 – Andstæðurnar kulnun og vinnugleði sbr. Maslach og Leiter.
Kulnun er greind í þrjá meginþætti: tilfinningaþrot (exhaustion), hlutgervingu (deper-
sonalization) og minnkandi starfsárangur (ineffectiveness). Tilfinningaþrot felst í því að
kröfur starfsins eða breytingar í starfsumhverfi gera starfsmanninn örmagna, bæði
tilfinningalega og líkamlega. Hlutgerving er kalt, fjarlægt viðhorf til starfsins og sam-
starfsfólksins sem er á vissan hátt tilraun til að verjast örmögnun og vonbrigðum.
Starfsárangur minnkar þegar starfsmaðurinn fær aukna tilfinningu fyrir faglegum
misbresti sínum og missir trú á að það sem hann gerir skipti máli.
Vinnugleði (job engagement) greinist einnig í þrjá meginþætti, starfsþrek (energy),
starfsaðild, (involvement) og starfsvirkni (effectiveness). Vinnuglatt fólk hefur það
starfsþrek sem sanngjörn verkefni og persónuleg tengsl kalla á og snýst um einstakl-
ingsbundna seiglu. Starfsaðild snýst um viðbrögð við starfi og samstarfsfólki og þýðir
að einstaklingurinn hefur náð að mynda tengsl við hvort tveggja á náinn hátt. Þriðji
þátturinn snýst um tilfinningu fyrir eigin starfi og starfsvirkni hefur fólk af því að það
hefur þá möguleika og tækifæri til starfsþróunar sem það þarf á að halda.
Áhrifaþættir í starfsumhverfinu
Vinnuálag (workload) er það magn verkefna sem unnið skal á tilteknum tíma. Hvorki
er til ein skilgreining á því hvað er sanngjarnt vinnuálag né hvernig skuli meta það.
Hart og Staveland (1988) lýsa vinnuálagi sem sambandi milli tveggja þátta. Annars
vegar er upplifun einstaklingsins á hugrænni getu sinni og þeim björgum sem hann
hefur og hins vegar á því sem honum finnst verkefnið krefjast. Viðráðanlegt vinnuálag
gerir starfsmönnum kleift að sinna verkefnum sínum vel, fylgja eftir starfsmarkmiðum
og þróa sig sem fagmenn. Erfiðleikar verða þegar afkasta á meiru en vinnutími leyfir,
bjargir eru á einhvern hátt ónógar eða færni ekki nægileg. Í seinni tíð er yfirleitt krafist
meiri afkasta en áður, störf hafa orðið flóknari og vinnutími hefur lengst (Maslach og
Leiter, 1997). Starfsmenn fá því oft fleiri verkefni en þeir ráða við.
Mynd 2 – Starfsumhverfisþættir í líkani Maslach og Leiter.
Kulnun Vinnugleði
(mikil ánægja og virkni)
Tilfinningaþrot Einstaklingsbundin seigla Starfsþrek
Hlutgerving Viðbrögð við starfi og fólki Starfsaðild
Starfsárangur (minnkandi) Tilfinning fyrir eigin starfi Starfsvirkni
Kulnun Vinnugleði
Sex svið starfsumhverfis
Of mikið að gera Vinnuálag Hæfilegt vinnuálag
Skortur á stjórn Sjálfræði í starfi Valkostir og stjórn
Ónóg umbun Umbun Viðurkenning og umbun
Skortur á samskiptum Samskipti Tilfinning fyrir samfélagi
Lítil sanngirni Sanngirni Sanngirni, virðing, réttlæti
Togstreita um gildi Gildismat Mikilvæg, merkingarbær vinna