Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 35
35
ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR
er fylgni milli starfsumhverfisþáttanna sex, vinnuálags, sjálfræðis í starfi, umbunar,
starfssamfélags, sanngirni og gildismats, og undirþátta kulnunar, þ.e. tilfinningaþrots,
hlutgervingar og starfsárangurs, kemur eftirfarandi í ljós:
Tafla 1
Vinnuálag Sjálfræði Umbun Starfssamfélag Sanngirni Gildismat
Tilfinningaþrot –0,31** 0,16* 0,19* 0,17* 0,19*
Hlutgerving 0,29** 0,21** 0,17* 0,23**
Starfsárangur –0,19*
*P<0,05
**P<0,01
Niðurstöður sýna að vinnuálag hefur marktæka fylgni við tilfinningaþrot en hvorki við
hlutgervingu né starfsárangur. Því meira vinnuálag þeim mun líklegra verður tilfinn-
ingaþrot, en vinnuálag virðist ekki valda hlutgervingu né hafa áhrif á starfsárangur.
Sjálfræði í starfi hefur ekki marktæka fylgni við neinn kulnunarþáttanna og því virðist
skortur á því ólíklegur til að valda kulnun. Umbun, starfssamfélag og sanngirni hafa
marktæka fylgni við tilfinningaþrot og hlutgervingu en ekki við starfsárangur, þannig
að því betra sem kennurum finnst ástand þessara þriggja þátta í starfsumhverfinu
þeim mun minni líkur eru á kulnun. Gildismat hefur marktæka fylgni við alla þrjá
undirþætti kulnunar, þannig að því meiri samhljómur sem er með gildismati kennara
og gildismati skólans þeim mun minni líkur eru á öllum þáttum kulnunar.
Hafa þarf í huga að öll framangreind fylgni er lítil og gefur því frekar vísbendingar
en að hægt sé að alhæfa um niðurstöður.
Tafla 2
Þróun
Breytingar Verkstjórn Samskipti færni Samstaða
Tilfinningaþrot 0,20* 0,23**
Hlutgerving 0,17* 0,23** 0,20*
Starfsárangur
*P<0,05
**P<0,01
Niðurstöður stjórnunarþáttanna fimm leiða í ljós að breytingar og þróun færni sýna
enga fylgni við kulnunarþættina þrjá, þannig að þau atriði varpa ekki ljósi á kulnun.
Verkstjórn sýnir fylgni við hlutgervingu og samskipti og samstaða sýna fylgni við tilfinn-
ingaþrot og hlutgervingu. Því jákvæðari sem kennarar eru gagnvart samskiptum og
samstöðu starfshópsins þeim mun minna tilfinningaþrot og hlutgervingu sýna þeir
og jákvæðum tilfinningum þeirra í garð verkstjórnar fylgir minni hlutgerving. Hafa
þarf í huga að fylgnin er ekki sterk.