Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 72
72
HVERNIG RÆTT IST SPÁ IN?
Hér verður athyglinni beint að hinu staðbundna (local level) sambandi kennslu og
náms sem birtist í breytingum á lesfærni í rauntíma. Sú samsetta kennslutækni, bein
fyrirmæli og hnitmiðuð færniþjálfun, sem notuð var felur jafnframt í sér símat – stöðugt
er verið að skoða hver staða nemandans er í námsatriðinu og hvað íhlutun kennarans
leiðir af sér hverju sinni. Fer nemandanum fram við kennsluna miðað við síðustu
mælingu og þá hversu mikið? Þegar fylgst er svo rækilega með þeim áhrifum sem
kennsluaðferð hefur á námsframvindu, þ.e. hver áhrif frumbreytu eru á fylgibreytu,
krefst það nákvæmrar greiningar á hegðun eins nemanda í senn (N=1). Á grundvelli
upplýsinganna eru nýjar ákvarðanir teknar jafnóðum um það hvað gagnlegast er að
gera næst og kennslan svo „fínstillt“ samkvæmt því.
Spurning um yfirfærslu aðferðarinnar felst svo í líkunum á því að kennarar sem
þegar hafa fengið þjálfun í að beita DI–PT tvennunni í kennslu geti endurtekið verkið
annars staðar; kennt öðrum nemanda á hliðstæðan hátt og náð a.m.k. sambærilegum
árangri. Fyrir aðra kennara er væntanlega áhugavert að fylgja eftir mælingunum á
afkastaaukningunni sem hér verður lýst, nota þær sem eins konar stiku og máta við
daglegar framfarir eigin nemenda sem kennt er með öðrum aðferðum, og athuga
þannig hvort ólíkar aðferðir skili hliðstæðri framvindu og árangri.
Í ljósi þessa eru kaflar greinarinnar um aðferð og niðurstöður á margan hátt ólíkir
því sem lesendur eiga að venjast. Það má einnig segja að kennslan hafi verið eins konar
könnun (exploration) á því hvort það gengi jafn vel að kenna lestur á íslensku með því
að nota saman bein fyrirmæli og hnitmiðaða færniþjálfun og að kenna lestur á ensku
með þeirri aðferð. Niðurstöður þeirra sem það hafa gert (Johnson og Layng, 1992;
Maloney, Brearley og Preece, 2001) sýna að þegar þessar aðferðir eru notaðar saman
virðast þær magna upp kostina sem hvor þeirra reynist hafa ein og sér (Blackwell,
Stookey og McLaughlin, 1996), jafnvel svo að nemendur tvöfaldi (100%) merkjanlega
færni sína á vikutíma. Samkvæmt þessu var nemandanum fyrstu mánuðina einvörð-
ungu kennt að umskrá málhljóð og bókstafi og að blanda saman hljóðum. Samsettur
texti var lagður fyrir hann í 54. kennslustund. Þegar í ljós kom að nemandinn las text-
ann var ákveðið að hætta tækniæfingunum en kenna textann áfram með sömu aðferð-
um. Spáði höfundur að með því lagi gæti nemandinn tvöfaldað lestrarafköst sín á sjö
kennsludögum.
Kennslan var hvorki sett upp sem tilraun með einliðasniði, né með samanburði við
árangur annarra sem beitt hafa öðrum aðferðum í lestrarkennslu. Greinin er hins vegar
sýnidæmi um raunprófun tiltekinnar aðferðar og magnbundinn árangur hennar (em-
pirical demonstration). Í greininni er skýrt frá nýjungum við öflun gagna og úrvinnslu
þeirra. Þar eru einnig settar fram nýjar aðferðir við lestrarkennslu á íslensku – hversu
mikið og hratt hægt er að bæta lesfærni, og hvernig farið var að því. Auk þess er í grein-
inni sýnt fram á gagnsemi aðferðanna við kennslu barns með einhverfu. Loks er hér
sýnt hvernig kennsla getur verið rannsókn (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2004).
Næst verður aðferðinni sem beitt var við að kenna nemandanum og þjálfa hann
í hljóðgreiningu og umskráningu málhljóða og bókstafa lýst í megindráttum. Síðan
verður leikni hans í að lesa samfelldan texta ítarlega greind. Að svo búnu verður fjallað
um niðurstöðurnar og þær tengdar spurningum um verkfærni, háa athafnatíðni,