Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 72

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 72
72 HVERNIG RÆTT IST SPÁ IN? Hér verður athyglinni beint að hinu staðbundna (local level) sambandi kennslu og náms sem birtist í breytingum á lesfærni í rauntíma. Sú samsetta kennslutækni, bein fyrirmæli og hnitmiðuð færniþjálfun, sem notuð var felur jafnframt í sér símat – stöðugt er verið að skoða hver staða nemandans er í námsatriðinu og hvað íhlutun kennarans leiðir af sér hverju sinni. Fer nemandanum fram við kennsluna miðað við síðustu mælingu og þá hversu mikið? Þegar fylgst er svo rækilega með þeim áhrifum sem kennsluaðferð hefur á námsframvindu, þ.e. hver áhrif frumbreytu eru á fylgibreytu, krefst það nákvæmrar greiningar á hegðun eins nemanda í senn (N=1). Á grundvelli upplýsinganna eru nýjar ákvarðanir teknar jafnóðum um það hvað gagnlegast er að gera næst og kennslan svo „fínstillt“ samkvæmt því. Spurning um yfirfærslu aðferðarinnar felst svo í líkunum á því að kennarar sem þegar hafa fengið þjálfun í að beita DI–PT tvennunni í kennslu geti endurtekið verkið annars staðar; kennt öðrum nemanda á hliðstæðan hátt og náð a.m.k. sambærilegum árangri. Fyrir aðra kennara er væntanlega áhugavert að fylgja eftir mælingunum á afkastaaukningunni sem hér verður lýst, nota þær sem eins konar stiku og máta við daglegar framfarir eigin nemenda sem kennt er með öðrum aðferðum, og athuga þannig hvort ólíkar aðferðir skili hliðstæðri framvindu og árangri. Í ljósi þessa eru kaflar greinarinnar um aðferð og niðurstöður á margan hátt ólíkir því sem lesendur eiga að venjast. Það má einnig segja að kennslan hafi verið eins konar könnun (exploration) á því hvort það gengi jafn vel að kenna lestur á íslensku með því að nota saman bein fyrirmæli og hnitmiðaða færniþjálfun og að kenna lestur á ensku með þeirri aðferð. Niðurstöður þeirra sem það hafa gert (Johnson og Layng, 1992; Maloney, Brearley og Preece, 2001) sýna að þegar þessar aðferðir eru notaðar saman virðast þær magna upp kostina sem hvor þeirra reynist hafa ein og sér (Blackwell, Stookey og McLaughlin, 1996), jafnvel svo að nemendur tvöfaldi (100%) merkjanlega færni sína á vikutíma. Samkvæmt þessu var nemandanum fyrstu mánuðina einvörð- ungu kennt að umskrá málhljóð og bókstafi og að blanda saman hljóðum. Samsettur texti var lagður fyrir hann í 54. kennslustund. Þegar í ljós kom að nemandinn las text- ann var ákveðið að hætta tækniæfingunum en kenna textann áfram með sömu aðferð- um. Spáði höfundur að með því lagi gæti nemandinn tvöfaldað lestrarafköst sín á sjö kennsludögum. Kennslan var hvorki sett upp sem tilraun með einliðasniði, né með samanburði við árangur annarra sem beitt hafa öðrum aðferðum í lestrarkennslu. Greinin er hins vegar sýnidæmi um raunprófun tiltekinnar aðferðar og magnbundinn árangur hennar (em- pirical demonstration). Í greininni er skýrt frá nýjungum við öflun gagna og úrvinnslu þeirra. Þar eru einnig settar fram nýjar aðferðir við lestrarkennslu á íslensku – hversu mikið og hratt hægt er að bæta lesfærni, og hvernig farið var að því. Auk þess er í grein- inni sýnt fram á gagnsemi aðferðanna við kennslu barns með einhverfu. Loks er hér sýnt hvernig kennsla getur verið rannsókn (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2004). Næst verður aðferðinni sem beitt var við að kenna nemandanum og þjálfa hann í hljóðgreiningu og umskráningu málhljóða og bókstafa lýst í megindráttum. Síðan verður leikni hans í að lesa samfelldan texta ítarlega greind. Að svo búnu verður fjallað um niðurstöðurnar og þær tengdar spurningum um verkfærni, háa athafnatíðni,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.