Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 79
79
GUÐRÍÐUR ADDA RAGNARSDÓTTIR
og yfirfærði leikni sína á ný viðfangsefni sem prófuð voru. Í fjórða lagi sýna niðurstöð-
urnar að hafi nemandi lykilatriði á hraðbergi skilar sú færni sér þegar hann tekst á við
flóknari viðfangsefni af sama tagi. Í fimmta lagi sýna þær að nemandinn margfaldaði
lesfærni sína frá upphafsmælingu til loka. Í sjötta lagi sýna niðurstöðurnar að þegar
kennslu og þjálfun var hætt áður en búið var að kenna öll lykilatriðin – málhljóðin,
og áður en nemandinn varð verkfær í umskráningu málhljóða og bókstafa, dvínaði
lesleikni hans. Í sjöunda lagi sýna þær að eftir að nemandinn varð tæknilega læs (150
atkv./mín.) hefur leiknin geymst (retention) og ekki dregið úr afköstunum heilu ári
eftir að kennslu lauk, þótt afköstin hafi lítið aukist á þeim tíma. Þessar niðurstöður eru
í fullu samræmi við gögn sem birst hafa úr starfi þeirra sem beita DI–PT aðferðunum
saman (Layng, Twyman og Stikeleather, 2004).
Niðurstöðurnar verða nú greindar nákvæmlega og sýndar á 4., 5., 6. og 7. töflu og á
stöðluðum hröðunarkortum á 2. og 3. mynd. Einnig verða sveiflur í afköstum sýndar
á 4. mynd, og lestrareinkunnir úr skóla nemandans sýndar á 5. mynd. Afköst (afköst =
fjöldi lesinna atkvæða/tímaeiningu; n/t) nemandans, þ.e. rauntölur um hversu hratt
hann las verða skoðuð ásamt afkastaaukningunni. Afkastaaukningin sýnir hversu mikið
hann bætti sig, þ.e. hver hröðunin (acceleration) (ekki hraðinn) var í lestrinum út frá til-
greindum viðmiðum (y/x) (sjá einnig Johnson og Pennypacker, 1993).
Greining
Fyrra kennslutímabil
Lestur nemandans á samfelldum textum sem nefndir verða 1., 2., 3. og 4. texti6, á
tímabilinu 25. apríl til 12. maí 2005 verður nú greindur og byrjað á 1. texta.
Tafla 4 – Leshraði á 1. texta þann 18. janúar 2005 og aftur þann 15. apríl sama ár.
Kennt var með beinum fyrirmælum milli mælinga.
Fjöldi rétt/ranglega lesinna atkvæða á einni mínútu
Dagsetningar Kennsla 1. mæling 2. mæling 3. mæling
18. jan. 2005 Forkönnun 1,5/15 – –
15. apríl 2005 54. tími 36/2 40/2 52/0
Á stöðuprófi þann 18. janúar 2005 daginn áður en kennslan hófst, „las“ nemandinn
alls 33 atkvæði í 1. texta á tveimur mínútum að því er best verður ályktað af hljóð-
bandi. Af þeim greindust þrjú atkvæði skiljanleg. Það þýðir 3 atkvæði rétt og 30 röng.
Á einni mínútu gera það 1,5 rétt lesin atkvæði og 15 röng. Leshraðinn á samfelldum texta
var mældur næst þann 15. apríl eftir 53 stunda tækniæfingar, einvörðungu í greiningu
og blöndun málhljóða (1. og 2. stigi). Þá las nemandinn sama texta aftur, sem hann
hafði ekki séð í millitíðinni. Annan samfelldan texta hafði nemandinn heldur ekki séð
á tímabilinu í þessum kennslustundum. Á einni mínútu náði hann strax 38 atkvæðum
6 Próftextarnir voru úr heftinu Leikur að lesa. Lestrarkennsla og lestrargreining eftir Helgu Sigurjóns-
dóttur (2002). Sá bútur sem hér kallast 1. texti er efst á bls. 27, 2. texti efst á bls. 25, 3. texti hefst við
miðju á bls. 27 og 4. texti hefst við miðju á bls. 25.