Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 82
82
HVERNIG RÆTT IST SPÁ IN?
mælingu þann 15. apríl 2005 sem er mælingaviðmiðið. Aðrar mælingar sýna leshraða
í seinni umferð þá daga sem prófað var þegar nemandinn las oftar en einu sinni. Kortið
sýnir einnig spálínu um tvöföldun og hliðrun hennar. Það sýnir að dagana 26. apríl
til 2. maí er leshraði nemandans vel yfir spálínunni, – þ.e. örari framfarir en tvöföldun. Þá
má sjá að frá 2. maí fellur hver mæling einkar vel að spálínunni um tvöföldun afkasta,
sem dregin var áður en kennslan hófst. Þessi afkastaaukning er og undirstrikuð í 5.
töflu og borin saman við forspá höfundar um tvöföldun framfara nemandans í lestri
1. texta fyrstu sjö kennsludagana.
Aðrir lesnir textar
Eins og þegar hefur fram komið eru meginrök þess að kenna lestur með þeirri aðferð
að umskrá málhljóð í bókstafi og bókstafi í málhljóð þau að með því að læra tiltekna
reglu um gagnkvæmt samband málhljóða og bókstafa geti nemandinn beitt henni á
aðra texta en þann sem æfður er, og lesið þá. Til að athuga hvort það yrði raunin
voru textar sem nemandinn hafði ekki séð áður einnig lagðir fyrir hann þetta kennslu-
tímabil. Unnið var á sama hátt og gert var með 1. texta og farið yfir lesmálið með
beinum fyrirmælum (12. þrep og aðgreining) milli hraðamælinganna. Því var nú spáð
að í kjölfar þeirrar ítarlegu kennslu í hljóðgreiningu og blöndun sem nemandinn hafði
fengið í upphafi kæmi hann einnig til með að tvöfalda lestarafköst sín á sjö dögum á
öðru efni í samfelldu máli, væri sömu kennsluaðferð beitt við lestur þess og beitt var
við kennslu 1. texta.
Tafla 6 – Raunmælingar á framförum nemandans við kennslu á lestri 1. og 2. texta
samkvæmt mælingu eftir fyrstu og aðra kennsluviku, ásamt viðmiðsmælingum.
Kennsludagar 1. texti 2. texti Athugasemdir Aukning afkasta frá viðmiði
Mæling Mæling
15. apríl 36 viðmið
25. apríl 40 viðmið
3. maí 81 82 7. kennsludagur 1. texti = 2,25x Góð tvöföldun
2. texti = 2,05x Liðleg tvöföldun
12. maí 114 137 13. kennsludagur 1. texti = 3,20x Góð þreföldun
2. texti = 3,43x Rífleg þreföldun
Allar mælingar á lestri textanna eru sýndar á hröðunarkorti á 3. mynd. Kortinu er
skipt í sex mælibil. Fyrstu fjögur mælibilin sýna mælingar á fyrra kennslutímabili.
Fimmta mælibilið sýnir mælingar á seinna kennslutímabili. Sjötta mælibilið sýnir
mælingar í mars 2007, um einu ári eftir að kennslu lauk. Dagsetningar vísa til fyrstu
mælingar í fyrri og seinni kennsluviku hvers texta. Þá daga sem mælt var tvisvar
er seinni mælingin sýnd, auk fyrstu mælingar á hverjum texta sem er viðmið.
Á fyrsta mælibili eru sýnd afköst í lestri 1. texta sem mældur var 15. apríl 2005. Svo
var hann mældur aftur dagana 26. apríl til 12. maí. Að undanskilinni mælingunni frá
18. janúar, sem ekki er sýnd á þessari mynd, eru mælingar á lestri 1. texta sýndar hér