Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 87
87
GUÐRÍÐUR ADDA RAGNARSDÓTTIR
2. texta tæplega fjórfaldast (3,8x, 151:40). Leshraði á 3. texta hefur rúmlega fjórfaldast (4,3x,
138:32) og á 4. texta hefur hann rúmlega þrefaldast (3,2x, 99:31).
Ef sérstaklega er undirstrikuð sú afkastaaukning á lestri 1. texta þann tíma sem
kennslan varði frá því að hraðinn var mældur allra fyrst, þann 18. janúar 2005, og
þangað til hann er mældur í lok kennslunnar í mars 2006 reynist rétt lesnum atkvæðum
hafa fjölgað um 149,5 (151:1,5). Afkastaaukningin er með öðrum orðum eitthundrað-
föld.
Lestur á síðasta textanum sem hér er kynntur var einnig mældur í mars 2006, þegar
unnið hafði verið í 147 stundir með nemandanum frá upphafi (í janúar 2005). Nem-
andinn hafði aldrei áður séð textann sem hann las og kallast hér 5. texti9. Hann las
sama textann þrisvar í röð án nokkurrar íhlutunar kennarans milli umferða. Síðasta
mælingin var best, hún sýndi 128/1 og verður miðað við hana hér (7. tafla; 3. mynd,
5. mælibil).
Þegar litið er til framfara nemandans veturinn 2005–2006 tók leshraði hans afger-
andi stökk í janúar 2006. Má segja að þá hafi hann orðið tæknilega læs, þótt enn þyrfti
að auka leshraðann. Þar að auki var greinileg þróun á því tímabili í færni nemandans
í að lesa samsett og margkvæð orð. Sá þáttur var hins vegar ekki mældur sérstaklega.
Nefna má sexkvæðu orðin „þykjustuferðalag“, „björgunarmönnunum“, og jafnvel
9 Það sem hér er nefnt 5. texti er úr samræmdu könnunarprófi í íslensku (II. hefti) frá Námsmats-
stofnun árið 2001, fyrir 7. bekk. Lesskilningur, Nói, bls. 2.
Tafla 7 – Yfirlit prófana á fjölda rétt og ranglega lesinna atkvæða á einni mínútu.
Lestrarprófsdagar 1. texti 2. texti 3. texti 4. texti 5. texti Athugasemdir
Fyrra tímabil
18. janúar 2005 1,5/15 – – – – Fyrsti lestur, áður en kennsla hófst
15. apríl 2005 36/2 – – – – Lestur eftir 53 stundir í umskrán-
ingu málhljóða og bókstafa og
blöndun
25. apríl 2005 – 40/16 – – – Fyrsti lestur – viðmið
03. maí 2005 – – 32/10 – – Fyrsti lestur – viðmið
12. maí 2005 114/1 137/1 66/2 32/3 – Eftir lestrarkennslu á samfelldum
textum
Seinna tímabil
15. september 2005 85/7 91/4 49/4 29/11 - Lestur eftir fjögurra mánaða hlé
Í mars 2006 151/1 151/1 138/1 99/1 128/1 Lestur eftir 44 stundir í upprifjun
á umskráningu og blöndun, 10
stundir í ýmiss önnur verkefni,
og 20 stundir í lestur á öðrum
textum. Alls 74 stundir veturinn
2005–2006
Einu ári síðar
Í mars 2007 157/1 161/0 138/2 134/3 141/1 Lestur um einu ári eftir að
kennslunni lauk