Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 89
89
GUÐRÍÐUR ADDA RAGNARSDÓTTIR
einkunnina 5,0 og veturinn eftir einkunnina 5,5 með þeim ummælum að hann lesi allt
rétt. Vorið 2007 er hraðlestrareinkunn úr skóla óbreytt; 5,5. Þrjú síðustu prófin voru
fyrir nemendur 5. bekkjar.
Mynd 5
UMRÆÐA
Þótt höfundur hafi þekkt báðar aðferðirnar Direct Instruction og Precision Teach-
ing um alllangt skeið voru það tölulegar upplýsingar um mikil og aukin námsafköst
– hvað aðferðirnar reyndust vel saman – sem réðu því að þeim var beitt við þessa
kennslu.
Nú kann það að vera nokkuð breytilegt hver leshraði þess er sem telst fluglæs10.
En ef málhljóðin eiga að blandast í lestrinum eins og þau gera í talmáli krefst það óhjá-
kvæmilega einhverrar lágmarkstíðni. Það kallar svo aftur á spurninguna um mikil-
vægi æfingar annars vegar og hraða hins vegar. Þegar fjallað er um háa athafnatíðni
í hnitmiðaðri færniþjálfun er miðað við þann hraða sem telst eðlilegur í því viðfangs-
efni og samhengi sem fjallað er um11. Höfundur getur þar af leiðandi ekki fallist á
að við lestrarþjálfun sé það æfingin en ekki hraðinn sem skipti máli (Oddsson, 2000;
White, 1985). Með öðrum orðum, á fyrstu stigum lestrarnámsins er ekki nægilegt að
nemandi æfi sig oft, jafnvel þótt rétt sé lesið (eins og í DI), ef ekki er einnig stefnt að því
að ná góðu lesflæði í æfingunum, þannig að nemandinn ráði vel við lestur á lengri orð-
um og samsettu efni. Þá skal einnig minnt á að auk færniþjálfunar lykilatriða skiptir
sköpum að haldið sé áfram að kenna og æfa þar til tilteknu færnimiði er náð, eins og
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
0
Ei
nk
un
ni
r
Vetur Vor Vetur Vor Vetur Vor Vetur Vor Vetur Vor
Hraðlestrarpróf í skóla
DI–PI kennsla og þjálfun
2002 2003 2003 2004 2004 2005 2005 2006 2006 2007
10 Höfundur miðar við 300–350 rétt lesin atkvæði á mínútu í raddlestri. Sjá einnig Fluglæsi (1998).
11 „Ég get lesið þetta“ hrópaði nemandinn upp yfir sig undrandi og glaður í maí 2005, og átti þá við
íslenskan myndtexta sem birtist á sjónvarpsskjánum