Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 103
103
BIRNA M. SVANBJÖRNSDÓTT I R
síður mikilvæg en fyrrnefndu atriðin. Fleirum, eða 56%, fannst skólinn þó taka þátt í
uppeldinu að einhverju leyti og einn svarandinn sagði:
Skólinn fylgir barninu eftir en þó fyrst og fremst á forsendum námsins og þær for-
sendur eru settar af skólanum en taka ekki verulegt mið af barninu.
Kannað var hvort lýðfræðilegir þættir eins og menntun og aldur svarenda, aldur
barns og fjöldi barna á heimili tengdist því hvort foreldrar vildu stuðning í foreldra-
hlutverkinu en svo virtist ekki vera því hvergi var marktækur munur. Heldur fleiri
foreldrar sem bjuggu einir með börnum sínum virtust þó óska eftir stuðningi en hinir.
Áttatíu og átta af hundraði barna bjuggu hjá tveimur fullorðnum, þar af bjuggu 79%
hjá báðum foreldrum sínum og 9% hjá móður og stjúpföður (sjá töflu 1).
Tafla 1 – Lýðfræðilegar spurningar.
Samanburður milli svara þeirra foreldra sem vildu stuðning í foreldrahlutverkinu og
þeirra sem vildu hann ekki.
Vilja Vilja ekki
stuðning stuðning Kí-kvaðrat t-próf df p-gildi
Fjöldi; (%) Fjöldi; (%)
Meðalaldur svarenda 37 ára 36 ára –1,194 120 0,235
Nám sem foreldrar
hafa lokið
Grunnskólanám 36 (41) 11 (29)
Framhaldsskólanám 34 (39) 21 (55)
Háskólanám 18 (20) 8 (16) 3,002 2 0,223
Fjöldi barna á heimili
1 11 (13) 10 (26)
2 35 (40) 6 (16)
3 3 (37) 13 (34)
>4 9 (10) 9 (24) –0,538 124 0,591a
Barnið býr hjá:
Tveimur fullorðnum 78 (88) 28 (74)
Móður eða föður 11 (12) 10 (26) 3,76 1 0,053
a Samanburður út frá meðalfjölda barna á heimili svaranda.
df = frelsisgráður.
Þegar um innsæisspurningar var að ræða var enginn marktækur munur á milli þeirra
sem óskuðu eftir stuðningi í foreldrahlutverkinu og þeirra sem ekki óskuðu eftir honum
en eins og sjá má í töflu 1 er lítil dreifing í svörunum og einkum og sér í lagi hjá þeim
sem ekki óskuðu eftir stuðningi. Vakin er athygli á því að þeir sem þó svöruðu innsæis-
spurningunum með orðunum sæmilega eða ekki nógu vel óskuðu í langflestum til-
vikum eftir stuðningi í foreldrahlutverkinu. Tólf óskuðu eftir stuðningi í foreldrahlut-