Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 105
105
BIRNA M. SVANBJÖRNSDÓTT I R
foreldrar og forráðamenn sig sæmilega eða ekki nógu vel í stakk búna til að ala upp
barn og allir óskuðu þeir eftir stuðningi í foreldrahlutverkinu. Hvað varðar þann þátt,
þ.e. hversu vel eða illa viðkomandi telur sig í stakk búinn til að ala upp barn, kemur í
ljós marktækni þegar p-gildið var reiknað með „línulegu sambandi“ (Linear-by-Linear).
Rétt er að vekja athygli á því að dreifing í svörunum er víða lítil og það getur haft áhrif
á marktæknina (sjá töflu 3).
Tafla 3 – Spurningar um foreldrahlutverkið. Samanburður milli svara þeirra foreldra sem
vildu stuðning í foreldrahlutverkinu og þeirra sem vildu hann ekki.
Vilja Vilja ekki
stuðning stuðning Kí-kvaðrat df p-gildi
Fjöldi; (%) Fjöldi; (%)
Hversu vel telja foreldrar sig styðja
við félagslegan þroska barna sinna?
Mjög vel 38 (43) 16(42)
Frekar vel 41(47) 19 (50)
Sæmilega 8(9) 2 (5)
Frekar illa eða illa 1(1) 1 (3) 0,936 3 0,817 / 0,986*
Telja foreldrar sig örugga um hvernig
bregðast skuli við þegar þá og barnið
greinir á um eitthvað?
Alltaf 8(9) 13 (34)
Oft 68(77) 21(55)
Stundum 11(13) 3 (8)
Sjaldan eða aldrei 1 (1) 1 (3) 12,748 3 0,005 / 0,019*
Hversu vel telja foreldrar sig í
stakk búna til að ala barnið upp?
Mjög vel 45 (51) 26 (68)
Vel 34 (39) 12(32)
Sæmilega 8 (9) 0 (0)
Ekki nógu vel eða illa 1 (1) 0 (0) 5,656 3 0,130 / 0,024*
*p-gildi fyrir „línulegt samband“(Linear-by-Linear).
df = frelsisgráður
Ekki var marktækur munur á svörum þeirra sem vildu og þeirra sem vildu ekki stuðn-
ing í foreldrahlutverkinu á hversu vel eða illa þeir töldu sig geta stutt við félagslegan
þroska hjá barninu. Hins vegar óskuðu níu eftir stuðningi í foreldrahlutverkinu af
þeim tólf sem töldu sig geta stutt sæmilega eða frekar illa við félagslegan þroska hjá
barninu.
Margir þeirra sem óskuðu eftir stuðningi í foreldrahlutverkinu töldu sig þó standa
vel að vígi til að fást við atriði sem flokkast undir foreldrahlutverkið. Sem dæmi má
nefna að 45 svarendur sem töldu sig mjög vel í stakk búna til að ala upp barn vildu