Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 123
123
GUNNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR
Bein og vöðvar
Í upphafi umfjöllunar um beinin og beinagrindina fengu nemendur mynd af útlínum
líkamans og áttu þeir að teikna bein líkamans inn á hana. Næstu tvær vikurnar var
unnið markvisst með beinin og beinagrindina. Nemendur gerðu meðal annars ýmsar
æfingar með líkamanum, teygðu sig og beygðu, hermdu eftir hreyfingum dýra, gengu
upp og niður stiga með beina fætur, settu saman púsl af beinagrind af vef Náms-
gagnastofnunar (www.nams.is) og skoðuðu líkan af stórri beinagrind. Eftir umfjöllun
og kennslu um beinin voru nemendur beðnir um að teikna aðra mynd. Á mynd 3 sést
vel breytingin sem varð á teikningum barnanna fyrir og eftir umfjöllun og kennslu.
Mynd 3 – Niðurstöður um þekkingu barna á beinum, fyrir og eftir kennslu, á grundvelli
kvarða Reiss og Tunnicliffe (1999a).
Munur á frammistöðu barnanna fyrir og eftir kennslu, skv. teikningum þeirra, er 2,37.
Samkvæmt pöruðu t-prófi er hann marktækur, t=8,5, df=18, p<0,001. Sautján börn af
tuttugu skoruðu hærra á seinni teikningunni og þar af skoruðu sextán þeirra tveimur
þrepum hærra á seinni teikningunni en á þeirri fyrri. Annar af þeim tveimur nemend-
um sem ekki færðust upp var á þrepi 6 á báðum teikningum (barn nr. 5). Sjö börn lentu
á þrepi 6 eftir kennslu: Greinileg mynd af beinagrind (þ.e. hryggjarsúla, rifbein, hauskúpa,
bein í útlimum). Öll börnin teiknuðu rifbeinin á seinni myndina og mörg þeirra einnig
hryggjarsúluna og hauskúpuna. Aðeins eitt barn (barn nr. 5) hafði teiknað liðamót
á fyrri myndina en 10 börn teiknuðu liðamót á seinni myndina (hné, olnboga og
axlarliði).
Fyrir Eftir
Barn nr.
7
6
5
4
3
2
1
0
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20